Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Blaðsíða 6
herrasída
Þar sem herrar nú til dags eru mjög fág-
aðir ( eða hitt þó heldur hm, hm ),þá langar
mig til að benda hér á ýmislegt, sem mastti
betur fara.
Til dæmis klæðnaðurinn. Þetta eru eins
og köflóttir zebrahestar, sem ganga eftir
göngum skóla hér í borg og í smíðastofunum
bætist þó alltaf við sag og kannske 20-30
plástrar. Þá er það alveg fullkomið. Buxurn-
ar eru svo ef til vill 10-15 cm. í þvermál um
hné, en alla vega 35-50 cm. um öklana. Nei,
þá finnst mér alveg eins, að þessir piltar ættu
að ganga í pokabuxum. Svo er það yfirhöfnin.
Sumir eru ef til vill að endurnýja leðurjakk-
ana frá því í fyrra, og þá brakar heldur
skemmtilega í þeim ( þ.e. leðurjökkunum ) og
ef, ég væri þeir ( þ. e. herrarnir) þá myndi
ég fara á nuddstofu með jakkana og fá þá nudd-
aða eða kaupa einn pakka af stífelsi og stífa
jakkann, Það mun áreiðanlega bæta úr þessu
braki)
En svo við tökum til við framkomuna, A
böllunum erþað jsyo, þegar herrana langar að dansa
vlð kærustuna sína í fyrsta sinn, þá koma þeir,
pikka í dömuna og hún lítur upp frá sinni
dýrðlegu málim með hörpusilki og hún snýr sér
aftur við, ef hún vill ekki dansa við hann. En
ef hún vill dansa við hann, þá tekur hann í
hönd hennar og teymir hana út á gólfið,
dansar svo við hana með alls kyns sveiflum
og beygjum og svo vanga þau ósköp ámátlega,
Enalltí einu þarf herrann að hnerra. ó, guð,
hvað á ég að gera í miðjum dansi ? Eg verð að
ná í vasaklút og auðvitað gleymdi ég nefþurrk-
unni heima, hugsa þessir hugvitsömu piltar.
En stundum sjá þeir, að næsti herra er með
vasaklút, tekur hann og með hægri og vinstri
handar tvísveiflu og hálfri vinstrileggjar bak-
sveiflu snýtir hann sér og skilar svo nefþurrk-
unni aftur með vinstri handar fram-aftur
sveiflu, en vasaklúturinn missti marks og lenti
á gólfinu.
Þegar þetta lag er búið, er auglýst eftir
hvítum, bróderuðum herravasaklút, og kemur
þá í ljós, að hann hafði verið notaður og einn-
ig notaður sem skótuska. En hvað ætli daman
haldi. Þessi strákur er asni og hún slær hann
utan undir,og þegar hann kemur heim, er hann
kominn með rautt, blátt og svart auga og sver,
að hann skuli aldrei á sinni æfi dansa oftar
við stelpu, að minnsta kosti ekki við þessa.
Daginn eftir kemur hann með sólgleraugu í
skólann, en ég hefði nú bara sett plástur á
augað.
Ef ég væri herra, þá mundi ég lesa bók-
ina........æ, ég man ekki hvað hún heitir,
en það skiptir ekki svo miklu máli og breyta
svo eins og enski aðallinn gerir.
- 6 -