Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Blaðsíða 21

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Blaðsíða 21
VETRARKVÖLD Ég sat uppi í herberginu mínu og beiö þess að síminn hringdi, ég var búin að bíða allan daginn. Allir voru farnir út nema ég. £g sat og beið. Klukkan var að verða 9. £g settist við gluggann og horfði út. Það var snjór og kuldi úti, og fólkið, sem úti var klæddist þykk- um vetrarfötum. Sumir voru að fara á skauta, aðrir í bíó, og ef til vill sátu einhverjir og biðu eins og ég nú. Nú hringdi síminn og ég þaut niður stigann, en ég varð fyrir vonbrigð- um. Þaðvar bara öli færndi að spyrja um pabba. Ég settist inn í stofu með bók og epli og kveikti á sjónvarpinu, en gat ekki fest hug- annviðneitt, því að hann var alltaf efst í huga mér. £g fór að hugsa um, hvar hann gætiver- ið. Allt í einu hrökk ég upp úr hugsunum mín- um, við það að síminn hringdi, (ég hafði gleymt að það væri til nokkuð, sem kallað væri sími) 'Égþautfram. Loksins, hann hafði þá ekki alveg gleymt mér. Hann spurði, hvort ég væri með á skauta, og auðvitað sagði ég "já", þó að mig langaði ekkert út í þennan kulda. En hvað er ekki gert,þegar ástin er annars veg- ar ? Tíu mínútum seinna hringdi bjallan, og ég fór og opnaði. Síðan fór ég að ná í skaut- ana, og setti á mig húfu. Fimm mínútum seinna leiddumst við niður götuna eins ogtvö lítil börn og hlógum hátt að öllu^sem fyrir augun bar. 21 -

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.