Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Blaðsíða 13
átti í GagnfræiSaskóla Austurbæjar. Við feng-
um að vita af því fyrir viku og höfðum ekki
fengið að gleyma því síðan^því við hverja
máltíð var talað um það og þrábeðið um að
fá að fara. Og svo hin margumtalaða spum-
ing, " þarf óg virkilega að koma heim strax
og því er lokið ?"
Já, við höfðum heyrt mikið um þetta, en
skriflegt leyfi? Nei, það hafði örugglega
ekkert verið minnzt á það. Og fyrir hverju
skyldi það vera ?
Við fengum nó brátt úr því skorið, því
verið var að slíta samtalinu frammi. Og
dóttir okkar kom inn og umlaði eitthvað í þá
áttina,að alltaf væri fiskur. En það gleymd-
ist furðu fljótt að þessu sinni,og frásögnin
hófst.
Það hafði verið tilkynnt í skólanum þenn-
an morgun, að ekki yrði leyfður vangadans (
nema með skriflegu leyfi foreldranna.
Dóttir mín kom þjótandi inn í eldhús,
móð af hlaupunum og slengdi skólatöskunni
frá ser og kallaði óþarflega hátt, um leið
og hún fór úr kápunni.
"Það er skólaball í kvöld og eg þarf að
fá skriflegt " ?
Hún var trufluð af símahringingu, það
var til hennar. Við heyrðum hana masa við
vinkonuna um hið stórmerkilega ball, sem
í vændum var. Hverju skyldu þær fara x ?.
og svo það mikilvægasta. Skyldi "hann"
bjóða þeim upp
En þar sem við her á heimilinu höfum
fengið stranglegt bann við því að hlusta á
það, sem talað er í símann, lögðum við ekki
eyrun að þessu, heldur snerum okkur að
hinum girnilega fiski, sem lá á diskxmum
fyrir framan okkur og var þegar orðinn kald-
ur.
Svo mundum við eftir ballinu, sem halda_
"Vangadans" ekki nema það þó, hvað
átti þessi unga saklausa dóttir okkar að gera
f þessari spillingu, sem þarna fór fram í
sjálfum skólanum.
Nei, hún færi ekki á þetta ball, hún ekki
nema 15 ára gömul að dansa vangadans við
einhvern ruddalegan bítlastrák.
En þá kom hún með þá imdurfurðulegu
tilkynningu, að ekki færi neinn að vanga hana.
Við tókum ekki mikið mark á því eftir að hafa
heyrt hana segja vinkommum, hvað þessi og
hinn hefðu verið hrifnir af henni.
Nei, það yrði ekki farið á fleiri böll í
þessum skóla( sem heldur vemdarvæng yfir
spillingu barnanna okkar.
Já, hún mátti grenja okkar vegna, um
þetta yrði ekki meira rætt nema á foreldra-
fundi, sem haldinn yrði í næstu viku.
13 -
Þórdís Guðmundsdóttir.