Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Blaðsíða 19
íþróttalíf hefur staðið með ágætum allt
frá því að skólinn tók til starfa á þessu ári.
Knattspyrnumót handknattleiksmót og
körfuknattleiksmót hafa verið haldin. Eixmig
hafa farið fram kappleikir við Gagnfrsk. v/
Lindargötu bæði í körfuknattleik og hand-
knattleik.
I körfuknattleik sigraði G. A. í fyrri
leiknum, sem leikinn var í leikfimissal
G.A. með 26 stigum gegn 18 í síðari leikn-
um, sem haldinn var í Iþróttahúsi Jóns Þor-
steinssonar sigraði G.A. með 34-4.
Handknattleikur hefur verið mikið
iðkaður og er það góð fþrótt, það held ég
að sé eina fþróttin þar sem fslendingar eru
á heimsmælikvarða. Handknattleiksmót
skólans var haldið í K.R. -heimilinu 14.nóv.
kl. 13. 30. Alls tóku 6 lið þátt í keppninni.
Skólameistarar urðu 4. B og sigraði hann alla
sína keppinauta með yfirburðum, gerði 49
mörk gegn 23, þar með talinn leikur sem
4.B léku gegn úrvali úr skólanum, en sá
leikur endaði 14-9 4.B. í vil.
Svo tók skólalið G.A. Hálogaland á
leigu og keppti við Lindargötuskólann og
sigraði G.A. með 36-26.
Knattspymumót skólans var á Fram-
vellinum laugard. 22.okt. og fóru leikar
svo, að 4 bekkur sigraði 3.bekk í úrslitum
2-1.
Körfuknattleikstímar eru á skólanum
á föstudögum fyrir þá sem vildu æfa fyrir
mótið sem var laugardaginn lO.desember.
Það var ágætt mót og fór í alla staði
vel fram. 4-B sigraði gerði 58 stig gegn 14.
Vann alla sína leiki með yfirburðum. 4.A
veitti 4. B hörðustu keppnina og mátti varla
á milli sj á fyrsta hálfleikinn, en svo fór að
lokum að betra liðið vann með 12-14. 4-B
hefur verið sigursæU. Hefur hann unnið tvo
bikara, einn handknattleik og annan fyrir
nýafstaðið körfuknattleiksmót.
Nemendafélagið hefur gefið báða bik-
arana og þakkar fþróttanefnd Nemendafé-
laginu vel fyrir.
íþróttanefnd G. A. hefur starfað með
miklum blóma það sem af er vetri, og vona
ég að svo verði áfram eftir nýár.
Form. íþróttanefndar.
ÚRSLIT í FYRRA SUNDMOTI SKOLANNA
1. Riðill.
Gagnfræðaskóli Verknáms, 1
Gagnfræðaskóli Lindargötu, ógilt
Hagaskóli, 2.
2. Riðill. Stúlkur :
Kennaraskólinn 1
Menntaskólinn, ógilt,
3. Riðill. Stúlkur:
Gagnfræðaskóli Keflavíkur 3
Flensborg 2
Gq.gnfræðaskóli Austurbæjar ógilt
Kv ennaskólinn 1
1. Riðill. Piltar :
Menntaskólinn 1
Kennaraskólinn 2
Gagnfræðaskóli Austúrbæjar ógilt.
- 19 -