Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Blaðsíða 9

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Blaðsíða 9
SPURNINGAR TIL KENNARA Steinunn Stefánsdóttir, kennari við G.A. kom að skólanum nú í haust. Hún hefur nýlega lokið háskólaprófi í listsögu og tungumálum f Leipzig í A-Þýzkalandi, en það er fornfræg lista- og háskólaborg þar í landi. Blysið snéri sér til Steinunnar og bað hana að svara nokkr- um spurningum um aðstöðu ungs fólks f A- Þýzkalandi til menntunar og skólagöngu. - Er mikillmunur á skólakerfinu þar f landi og hér ? - Samkvæmt nýju fræðslulögimum, sem var ið er að framkvæma í A-Þýzkalandi er afnum- in skipting í barna-gagnfræða-og menntaskóla en í þess stað komið á fót svo nefndum fjöl- tækniskólum með tíu ára skólaskyldu. Þá tek- ur við tveggja ára framhaldsdeild fyrir þá, sem ljúka vilja stúdentsprófi. - Er verulegur munur á fjöltækniskóla og gagnfræðaskóla ? - I fjöltækniskólanum er lögð mikil áherzla á raunvísindagreinar ( stærðfræði, eðlis- og efnafræði ) en f tungumálanámi ríkir valfrelsi. Nemendum er ætlað að vinna eins sjálfstætt og unnt er og kennslustundir eru fremur not- aðar til skýringa á námsefninu en til yfirheyrslu. - Geta þeir, sem hugsa sér einhverja iðn að æfistarfi, hafið iðnnám áður en skyldunámi lýkur ? - Já, þeim gefst kostur á að afla sér sér- menntunar f bóklegum- og verklegum grein- um jafnhliða skyldunáminu og stytta þannig námið í tækni- eða iðnskóla. - Er nemendum þar jafnmikil skemmtim að því að vera í skóla og t. d. nemendum hér í Reykjavík ? - Skólaárið þar er mun lengra en hér u.þ.b. tíu mánuðir, svo þeim gefst áreiðanlega tæki- færi til að fullnægja námslöngun sinni f Og ekki glepur þá vinnan í sumarleyfinu, því sjald- gæft er að nemendur vinni þann tíma. Hins vegar fá flestir námsstyrk frá rfkinu í 9-12. bekk, og námsbækur eru allar ókeypis á skyldu- stiginu. Auk þess á allt skólafólk rétt á af- slætti á miðum í leikhús, á tónleika og á far- miðum innanlands. - Við þökkum Steinunni þennan fróðleik og dálítið kitlar oss f hjartabroddinn að eiga, ef til vill, von á því með vaxandi þróun í skóla- málunum, að fá fría ferð á Þjóðhátíðina í Eyjum eða gjafamiða á Kinksana, þegar þeir koma næst. - 9 -

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.