Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Page 4

Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Page 4
Farþegar og áhöfn i fyrstu millilandaflugferðinni. Mynd- in var tekin í Skotlandi skömmu eftir komuna þangað. Fremri röð talið frá vinstri: Sigurður Ingólfsson, véla- maður, F/o W. E. Laidlaw, Jóhann Gislason, loftskeytam. og Jón Jóhannesson. Aftari röð talið frá vinstri: W/o A. Ogston, Smári Karlsson, flugm., Jóhannes Snorrason, flugstjóri, Jón Einarsson, Hans Þórðarson og Róbert Jack. Skerjafirðinum og þar með var fyrsta farþegaflug- ið milli íslands og útlanda hafið. Með því var brot- ið blað í sögu íslenzkra flugsamgangna. Draumur- inn um það, að íslendingar gætu sjálfir flutt far- þega með eigin flugvélum milli íslands og ann- ara landa, var að rætast. Sjálfir höfðum við hafið flugferðir til allmargra staða hér innanlands, og nú voru starfandi tvö flugfélög í landinu. Má því segja, að grózka hafi verið í flugmálum okkar um þessar mundir og bjartsýni manna mikil. Voru menn stórhuga á ýmsum sviðum, og þá ekki sízt í flugmálunum. £1000 í TRYGGINGU. Nokkur aðdragandi var að því, að F. í. hæfi flug- ferðir til Skotlands. Árið 1944 festi félagið kaup á Katalínaflugbáti í Bandaríkjunum, og kom hann hingað til lands síðla sama ár. Bar hann einkenn- isstafina TF-ISP. Með kaupum þessarar flugvélar og þriggja annarra, sem fylgdu í kjöll'arið árið 1945, má segja, að aðstaða F. í. hafi stórum batnað til að víkka athafnasvæði sitt og kanna nýjar leiðir. Flugþol Katalínaflugbátsins var líka það mikið, að unnt var að fljúga með nokkurn farþegafjölda milli íslands og nágrannalandanna. Snemma á árinu 1945 leitaði Flugfélag íslands hófanna um möguleika á að fara nokkrar reynslu- flugferðir milli íslands og Stóra-Bretlands. Fóru málaleitanir þessar fram fyrir milligöngu íslenzka utanríkisráðuneytisins og brezka sendiráðsins í Reykjavík. Seinni hluta aprílmánaðar barst Flugfé- lagi íslands bréf frá utanríkisráðuneytinu, þar sem skýrt er frá því, að brezk stjórnarvöld hafi sam- þykkt að verða við beiðni félagsins um flug til Stóra-Bretlands, og að flugið geti hafizt þegar eftir 1. maí. Ýms skilyrði voru sett af hálfu Breta. Reynslu- flugin máttu vera þrjú og með í ferðinni urðu að vera tveir menn úr brezka flughernum. Þá átti að minnsta kosti einn íslendinganna að vera ensku- mælandi. Ákvörðunarstaður flugvélarinnar í Bret- landi var ákveðinn við Wigflóa (þessu var síðar breytt í Largs), en þar átti að vera hægt að veita gestum sæmilega aðhlynningu. Senda skyldi aðvör- unartilkynningu til „86 Staging Post“ (brezka flug- deildin á íslandi) þar sem tilgreind væri nákvæm lýsing á útliti flugvélarinnar. Brezk tollyfirvöld kröfðust þess af Flugfélagi ís- lands, að það legði fram tryggingafé að upphæð £ 1000 vegna flugferðarinnar til Skotlands. Áður en fyrsta flugferðin skyldi hefjast urðu svo enn allmikil bréfaviðskipti og viðræður milli Flugfélags íslands annars vegar og utanríkisráðu- neytisins, brezka sendiráðsins og brezka flugliðsins hins vegar. í bréfi frá félaginu til sendiráðsins, dag- sett 10. júlí, er skýrt frá því, að nú sé ákveðið að leggja í fyrstu ferðina til Skotlands næsta morgun. Nöfn áhafnar flugvélarinanr höfðu einnig verið send til brezka sendiráðsins, en þau voru sem hér segir: Flugstjóri: Jóhannes R. Snorrason; aðstoðar- flugmaður: Smári Karlsson; vélamaður: Sigurður Ingólfsson; loftskeytamaður: Jóhann Gíslason. Hinir tveir brezku flugliðsmenn, sem fara skyldu með, voru F/o W. E. Laidlaw, siglingafræð- ingur, og W/o A. Ogston, loftskeytamaður. Farþeg- ana bar einnig að tilkynna sendiráðinu, en þeir voru: Jón Jóhannesson, Flans Þórðarson og Jón Ein arsson, allir kaupsýslumenn í Reykjavík, og svo Ro- bert Jack, þá brezkur þegn, en síðar íslenzkur rík- isborgari og prestur í Grímsey. SKOTAR VORU HRIFNIR AF FLUGBÁTNUM. Flugferðin til Skotlands gekk vel og bar ekkert sérstakt til tíðinda á leiðinni. í flugvélinni voru tveir björgunarbátar og björgunarvesti fyrir farþega 2 FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.