Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Qupperneq 5

Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Qupperneq 5
og áhöfn. Þá var einnig drykkjai'vatn og rnatur. Flutt voru um 4 kg. af pósti í þessari fyrstu flug- ferð, en vörusendingar voru engar. Flugskilyrði voru allsæmileg og var flogið í 7000 feta hæð alla leiðina. Til Largs var komið kl. 13,31 (GMT), og hafði þá ferðin frá Reykjavík tekið nákvæmlega 6 klukkustundir og 4 mínútur. í Largs tók yfir- maður flughersins þar á staðnum á móti flugvél- inni og bauð áhöfn og farþega velkomna úr þess- ari fyrstu ferð íslenzkrar flugvélar milli íslands og Skotlands. Einnig voru þar mættir fulltrúar frá Scottish Airlines. Skoðuðu skozkir flugbátinn síð- an hátt og lágt og létu í ljós hrifningu yfir útbún- aði hans. íslenzku flugmönnunum var því næst boðið til tedrykkju og að henni lokinni var ekið til gistihúss nálægt Prestvíkurflugvelli. Næsta dag hélt flugbátur Flugfélags íslands frá Skotlandi áleiðis til íslands og lenti hann á Skerja- firði um fimmleytið eftir nákvæmlega sex tíma flug. Engir farþegar voru með flugvélinni heim til íslands. Við flughöfnina í Skerjafirði voru mættir til að bjóða áhöfn flugbátsins velkomna heim, þeir Örn Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Flugfélags Is- lands, Agnar Kofoed-Hansen, þáverandi lögreglu- stjóri, og Erling Ellingsen, þáverandi flugmála- stjóri. Strax og áhöfnin var komin í land, var hald- ið að Hótel Borg. Þar skýrði Jóhannes Snorrason flugstjóri frá ferðalaginu og rómaði hann mjög móttökur Skota. Þá sagði Jóhannes ennfremur, að þeir félagar hefðu orðið þess varir, að mikill áhugi væri fyrir því hjá Skotum, að farþegaflug rnilli Skotlands og íslands gæti hafist sem fyrst. Voru þeir spurðir að því, hvenær þeirra væri að vænta næst. DANMERKURFLUG FYRIRHUGAÐ. Örn Ó. Johnson tók næstur til máls og bauð gesti og áhöfn velkomna. Drap hann lítillega á framtíð- aráætlun félagsins í sambandi við milillandaflug. Kvað hann að svo stöddu máli vera erfitt að gefa tæmandi upplýsingar þar að lútandi, þar sem áætl- anir félagsins hefðu raskast við missi Beachcraftvél- arinnar (hún brann uppi í Borgarfirði skömmu áður). Yrði félagið nú að nota Katalínaflugbát- inn til farþegaflugs hér innanlands til þess að geta fullnægt eftirspurninni. Þá gat framkvæmdastjór- inn þess, að Flugfélag íslands hefði nú þegar athug- að möguleika á að hefja farþegaflug til Danmerk- ur, en milligöngu í því máli hefði utanríkisráðu- neytið haft með höndum. Þessu næst tók til máls Agnar Kofoed-Hansen fyrir hönd félagsstjórnar. I ræðu sinni benti hann á, að þessi fyrsta ílugferð væri aðeins áfangi á langri leið. Ræddi hann um nauðsyn þess, að íslendingar sjálfir önnuðust flug- samgöngur milli íslands og annarra landa. Annar Bretanna, sem var með í ferðinni, Laidlaw, flug- foringi, þakkaði þann heiður, sem sér og félaga sínunr hefði verið sýndur með því að vera sendir í áhöfn með fyrstu íslenzku flugvélinni, sem færi í farþegaflug milli landa. Eins og ráð hafði verið fyrir gert, voru farnar tvær flugferðir til viðbótar með Katalínaflugbáti Flugfélags íslands milli íslands og útlanda sumarið 1945. Önnur ferðin var farin á tímabilinu 22.-27 ágúst og hin þriðja 7.—20 sept. Báðar þessar ferðir voru farnir frá Reykjavík til Largs og Kaupmanna- hafnar, en nokkrar tafir urðu í ferðunum sökum óhagstæðs veðurs. Samtals flutti flugbátur Flugfé- lags íslands 56 farþega milli íslands, Skotlands og Danmerkur í þessum þremur reynsluflugferðum sumarið 1945. í maímánuði 1946 gekk Flugfélag íslands frá samningum um leigu á 24 sæta Liberator flugvél af Scottish Airlines. Var fyrsta ferðin farin 27. maí, og voru til að byrja með farnar þrjár ferðir á viku milli Reykjavíkur og Prestvíkur, og tvær ferð- ir til Kaupmannahafnar. Ferðum var þó fækkað yfir vetrarmánuðina. í september sama ár voru farn- ar tvær íerðir milli Reykjavíkur og New York og notaðar Liberator-flugvélar til þeirra ferða. Flug- ferðunr var haldið uppi milli íslands, Skotlands og Danmerkur með þessum leiguflugvélum Flugfélags íslands fram í júlí 1948, er félagið eignaðist „Gull- faxa", fyrstu Skymasterflugvél sína. Flugmennirnir Jóhannes Snorrason og Smári Karlsson um borð i Katalínajlugbáti F. í. eftir að þeir höfðu lokið fyrsta islenzka millilandafluginu með farþega. FLUG - 3

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.