Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Page 6
Ahöfn Katalínaflugbáts F. í. i fyrstu ferðinni til Kaup-
mannahafnar í ágúst 1945. F. v.: Magnús Guðmundsson,
Jóhann Gislason, Sigurður Ingólfsson og Jóh. Snorrason.
„GULLFAXI“ KEMUR TIL SÖGUNNAR.
Með komu „Gullfaxa" hingað til lands 8. júlí
1948, er enn brotið blað í sögu millilandaflugs F'lug-
félags íslands. Nýtt tímabil hefst og félaginu ér nú
unnt að víkka enn athafnasvið sitt. Loftleiðir h.f.
höfðu keypt Skymasterflugvélina „Heklu“ í júní
1947 og ári seinna eignaðist félagið svo „Geysi“,
sem var af sömu gerð. Á miðju sumri 1948 áttu því
íslendingar þrjár stórar millilandaflugvélar. Þess-
ir stóru „silfurfuglar“ héldu svo uppi áætlunar-
flugi milli Reykiavíkur og sex erlendra stórborga
í nokkur ár. Auk þess voru vélarnar í leiguferðum frá
Evrópu og Asíu til Norður- og Suður-Ameríku fram
til 1950. í september 1950 ónýttist „Geysir“ á Vatna-
jökli, og í lok janúar 1952 brann „Flekla" suður á
Ítalíu, þar sem hún var í leiguflugi hjá erlendu
flugfélagi. Nú eiga Loftleiðir eina Skymasterflug-
vél og leigja aðra. Eru þær í ferðum milli Evrópu
og New York með viðkomu í Reykjavík.
„Gullfaxi" Flugfélags íslands hefur verið mikill
happaflugkostur. Hann hefur verið í stöðugum á-
ætlunarflugferðum milli Reykjavíkur, Kaupmanna-
hafnar, Prestvíkur, I,undúna og Osló, auk þess sem
hann hefur farið í fjölmargar leiguferðir til hinna
ólíkustu staða, svo sem Damascus og Narsars-
suak. í desember s. 1. bættist Flugfélagi íslands
svo nýr Skymaster, sem hlaut nafnið „Sólfaxi“. Með
komu þeirrar vélar hingað til lands auðnaðist félag-
inu enn að auka millilandaflug sitt og veita far-
þegum betri þjónustu. Flugfélag íslands heldur ni'i
uppi reglubundnum flugferðum milli Reykjavíkur
og sex borga erlendis. Hafa þrír nýir viðkomustað-
ir bætzt við áætlun félagsins í sumar, þ. e. Stokk-
hólmur, Hamborg og Glasgow, sem kemur í stað
Prestvíkur áður.
ÁFANGI Á LANGRI LEIÐ.
íslendingar horfa nú björtum augurn fram á við
í flugmálum sínum. Enn hefur ekki verið náð nema
áfanga á leið, sem stöðugt breikkar og lengist. Mik-
ið vatn hefur runnið til sjávar síðan Katalínaflug-
bátur Flugfélags íslands hóf sig til flugs í fyrstu
millilandaflugferðina fyrir 10 árum. Mörgum og
stórum Grettistökum hefur verið lyft í flugmálum
okkar á þessu tímabili.
íslendingar reka nú einir flugsamgöngur sínar
milli Islands og annarra landa og flytja árlega þús-
undir íarþega, jafnt erlenda sem innlenda. íslenzkar
flugáhafnir njóta fyllsta trausts í sínu starfi og hafa
getið sér hvarvetna góðan orðstí. Millilandaflug ís-
lendinga, sem hófst með fyrstu flugferð Flugfélags ís-
lands til Skotlands fyrir 10 árum, hefur rofið langa
einangrun þjóðarinnar. Hin nýja samgöngutækni
hefur fært okkur nær nágrannaþjóðunum og gerir
okkur nú kleift að ferðast á jafnmörgum tímum
landa á milli og það tók daga áður. Hin mikla og öra
þróun í íslenzkum flugmálum vekur eftirtekt víða
erlendis, enda má það kallast óvenjulegt, að smá-
þjóð skidi geta hrundið slíku í framkvæmd.
Á þessum tímamótum í sögu íslenzks millilanda-
flugs er ástæða til bjartsýni. Áframhaldandi fram-
takssemi og raunsæi þeirra manna, sem flugmál-
um okkar stjórna, verður veglegasti bautasteinninn,
sem hægt er að reisa fyrsta íslenzka millilandaflug-
inu.
ns.
4
FLUG