Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Page 9
J Ó N N. P A L S S O N :
NÆSTA VERKEFNI
Við íslendingar getum ekki talizt gömul flug-
þjóð, sé miðað við aðrar þjóðir, sem lengra eru á
veg komnar í flugmálum eftir áratuga dýrmæta
reynslu.
Eigi að síður höfum við skilið hina miklu kosti
flugsins til fulls og tekið það í þjónustu okkar
landsmönnum til hagsbóta. Er óþarfi að rekja hér
sögu íslenzkra flugmála, svo kunn sem hún er.
Það eitt er víst, að flugið hefur fest öruggar ræt-
ur í íslenzku þjóðlífi og skipar nú þýðingarmikinn
sess í efnahags- og samgöngumálum þjóðarinnar.
Mun vegur þess og fara vaxandi með ári hverju. í
markvissri sókn fram á við hafa framtak og stór-
hugur einkennt íslenzk flugmál öðru fremur, en
um leið hefur einnig gætt nokkurs unggæðishátt-
ar, sem ekki er óeðlilegt, þar sem um var að ræða
byltingarkennda þróun á nýj'u sviði samgöngu-
mála.
Forsjónin hagaði því svo til, að upp í hendur
okkar voru í stríðslok fagðir fullbúnir flugvelfir
ásamt tilheyrandi mannvirkjum, sem okkur hefði
reynzt ofviða að koma upp af eigin rammleik, og
á þetta sennilega drýgstan þátt í hinum stórstígu
framförum okkar í loftinu á síðari árum. Sömu-
leiðis varð það lán okkar, að hentugar flugvélar
fengust keyptar fyrir lítið verð, og gerði það okkur
kleift að eignast álitlegan flota góðra flugvéla.
Skal engu spáð um það, hvar við stæðum í fhig-
málum í dag, ef þetta tvennt hefði ekki komið til.
Með því að íslendingar fengu þannig að heita
má í einni svipan í hendur dýr og fullkomin tæki,
sem aðrar þjóðir höfðu þjálfazt upp í að fara með
eftir mikla reynslu, verður ekki annað sagt en að
íslenzkri flugliðastétt, ungri og lítt reyndri, hafi
verið ærinn vandi á höndum, er hún hóf að reka
hér reglubundið farþegaflug við frumbýlingshátt
og skort á nauðsynlegum aðstoðartækjum til ör-
yggis fluginu. Dýrkeypt reynsla færði okkur heim
sanninn um, að við svo búið mátti ekki standa, ef
tryggja ætti fluginu örugga framtíð hér á landi.
Það hlaut því að verða okkar fyrsta verkefni lil
aukins öryggis í flugsamgöngum að búa svo í hag
inn fyrir flugmenn okkar, að þeir gætu með fullu
öryggi flogið staða á milli, í dimmu sem björtu.
Var málið tekið föstum tökum og undinn að þ\u
bugur að setja upp öryggiskerfi fyrir fiugið.
Um það vitna m. a. hinir nýju og fullkomnu radio-
vitar, sem komið hefur verið upp víða um land, svo
og stórbætt lýsing flugvallanna. Jafnhliða ic.su
hafa einnig verið lagðir nýir flugvellir og þeir
gömlu endurbættir. Engum mun blandast hugur
um, að hér var rétt að farið, enda sjálfsagt og eð1 i-
legt, að á þessar framkvæmdir væri lögð áherzia.
Ber að þakka öllum, sem að þessum málum unnu,
fyrir góðan skilning og framsýni.
Þetta var það mál, sem rnest var aðkallandi og
þoldi ekki bið. Nú liggur því fyrir að ákveða,
hvaða verkefni beri að taka næst til úrlausnar.
Sennilegt er, að um það verði ekki allir á eitt sáttir.
Eleyrzt hefur, að hin nýja flugstöðvarbygging á
Reykjavíkurflugvelli sé ofarlega á baugi, og skal
undir það tekið, að mjög er æskilegt að slíkri
byggingu verði komið upp svo fljótt, sem ástæður
leyfa. Hefur íslenzk sendinefnd nýlega ferðast til
London og Zúrich í þeim erindum að skoða slíkar
byggingar, sem þar er verið að reisa. Þá hefur flug-
málastjóri látið á sér heyra, að nauðsyn beri til að
byggja hið fyrsta stóran flugvöll norður á Mel-
rakkasléttu fyrir flugvélar, ,sem kunna að óska
eftir að lenda þar á leið sinni milli Evrópu og
Ameríku. Er þetta talið svo þýðingarmikið, að J.iað
sé að verða mál málanna í flugmálum íslendinga,
og er jafnframt gefið í skyn, að kostnað allan af
byggingu slíks flugvallar yrðum við sjálfir að greiða
án utanaðkomandi aðstoðar.
En eitt er það mál, sem hljótt liefur verið um í
fyrirhuguðum framkvæmdum til öryggis og eflingar
íslenzkum flugmálum, og hefðu þó margir talið það
eiga forgangsrétt öðrum málum fremur, svo veiga-
mikið sem það er. Er hér átt við hin ófullkomnu
flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og óboðleg vinnu-
skilyrði. Sömuleiðis skortinn á nægilega stóru flug-
skýli fyrir millilandaflugvélar okkar, og að lokum
aðbúnaðinn fyrir flugvélar á flugvöllum újti á
landi. En allt hlýtur þetta að teljast til öryggis-
mála flugsins næst á eftir uppsetningu radióvita-
kerfisins. Flugskýlin á Reykjavíkurflugvelli voru
reist á stríðsárunum og eru einungis byggð upp af
stálgrind með einfaldri bárujárnsklæðningu. Geta
lesendur Flugs farið nærri um, hvernig vinnuskil-
FLUG - 7