Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Qupperneq 10

Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Qupperneq 10
yrði eru í slíkum húsakosti að vetri til, þegar frost er jafnmikið inni sem úti, en snjóinn skefur inn um óþéttar dyr og glufur, eða vatnsflaumur þek- ur góifin í rigningum. Við þessi skilyrði er mönn- um þeim, sem ábyrgð bera á ástandi og flughæfni flugvélanna, ætlað að vinna störf sín, og þannig hafa þeir unnið árum saman, svo að heilsu þeina hefur jafnvel verið hætta búin. Er þá ótalin sú hliðin, sem að öryggi flugvélanna snýr, en það má öllurn ljóst vera, að lélegur og raunar ómannsæm- andi aðbúnaður er til annars betur fallinn en að skapa vinnugleði og örfa menn til bættra starfs- hátta. Eru þess og mörg dæmi, að illmögulegt og næsturn ógerlegt hefur reynzt að inna af höndum nauðsynleg verk á flugvélunum vegna lélegra og óviðunandi starfsskilyrða. Þess verður ekki krafizt með nokkurri sanngirni, að einn starfshópur flug- málanna, sem er jafnnauðsynlegur og hver annar, vinni störf sín við slík skilyrði ár eftir ár, og sé þannig skör lægra settur en aðrir. Endurbætur þær, sem verið er að gera á einu flugskýlanna, eru spor í rétta átt, en þeim miðar seint áfram. Þó er skylt að þakka hverja þá breytingu, sem liorfir til bóta. Hér er aðeins hálfsögð sagan. Flugskýlin á Reykja- víkurflugvelli voru ekki byggð til að hýsa flugvélar á stærð við millilandaflugvélar okkar, og hafa skap- azt af því vandræði, sem beðið hafa úrlausnar árum saman. Þótt gripið hafi verið til þess neyðarúrræðis, að skáskjóta flugvélunum inn í skýlin, er slíkt á- hættusamt og krefst mikillar nákvæmni, ef ekki á illa að fara. Er það því engin lausn á málinu. Þar að auki eru slíkar tilfæringar ógerlegar, ef eitthvað er að veðri. Það er því eingöngu af brýnni nauð- syn, að flugvélarnar eru settar í skýli til meirihátt- ar eftirlits eða viðgerða. Að öðru leyti verða þess- ar stóru og dýru flugvélar að standa undir berum himni allan ársins hring og þola öll þau veður, sem íslenzkri veðráttu þóknast upp á að bjóða. Þarf ekki flugfróðan mann til að geta sér til, hver áhrif- in verða af slíkri veðrun, og bætir það ekki úr skák, að flugvöllurinn stendur við sjó, þar sem loft- ið er mettað sjávarseltu, sem hefur mjög tærandi áhrif á málm flugvélanna. Afleiðingin er því rýrn- un flugvélanna fyrir aldur frarn og stóraukinn við- haldskostnaður. Sömuleiðis fylgja útivist flugvél- anna mikil vandkvæði við nauðsynlegt eftirlit þeirra, einkum að vetrarlagi. Sýnir Jretta Ijóslega, hvert öryggisatriði það er að koma flugvélunum undir Jrak, og hve brýn þörf er á að koma nú þeg- ar upp stóru og hentugu flugskýli fyrir þær. íslenzku millilandaflugvélarnar eru nú þrjár, og V\ui\ | í TÍMARIT UM FLUGMÁL I Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ) / JÓN N. PÁLSSON ( / Útgefandi: FLUGMÁLAFÉLAG ÍSLANDS ( | Afgreiðslu og innheimtu annast j ) GUÐRÚN MÖLLER / ( Birkimel 6 B, simi 5588. . PRENTSMIÐJAN ODDI H. F. ( von er á þeirri fjórðu innan skamms. Jafnframt heyrast raddir um, að við verðum að hefjast handa um kaup á fullkomnari flugvélum til að vera sam- keppnisfærir í loftinu, og er það mikið rétt. En mörgum mun vera spurn: Er skynsamlegt að kaupa til landsins hverja millilandaflugvélina á fætur annarri á meðan ekki er til húsakostur til að veita þeim viðtöku? Eg hygg, að þessu verði aðeins svar- að neitandi, því miður. Sannleikurinn er nefni- lega sá, að skilyrðin til að reka millilandaflug frá Reykjavík eru hin fátæklegustu í sinni núverandi mynd, og er vissulega tími til kominn að hefjast handa um gagngerar endurbætur í þeim efnum. Um aðbúnaðinn á flugvöllum úti á landi er það að segja, að flugvélum getur stafað bein hætta af að dvelja þar veðurtepptar, eins og dæmin sanna. Einföld skýli, sem hýst geta veðurtepptar flugvélar í neyðartilfellum, Jrurfa að rísa upp á öllum helztu flugvöllum úti á landi — og skal ekki fjölyrt meira um þetta hér, svo augljóst sem það er. Að öllu athuguðu ættu réttsýnir menn að geta orðið sammála um, að næsta verkefnið, og það sem krefst úrlausnar nú þegar, er bygging flug- skýlis fyrir millilandaflugvélar okkar og bætt starfs- skilyrði á Reykjavíkurflugvelli. í kjölfar þeirra endurbóta kæmi svo bygging einfaldra flugskýla úti á landi. Þetta er mál málanna í dag — öryggismál, senr varðar íslenzkar flugsamgöngur miklu. Okkur ber fyrst að hlú að þeim gróðri, sem fyrir er, áður en ráðizt er í fjárfrekar framkvæmdir á nýjum svið- um. 8 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.