Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Qupperneq 12
LÓÐRÉTTFLUGTAK
Þeir, sem fylgzt hafa með fréttum í erlendum
flugtímaritum undanfarið, hafa veitt því athygli,
hve rík áherzla virðist vera lögð á smíði flugvéla,
sem geta hafið sig til flugs og lent lóðrétt. Er hér
ekki átt við þyrilfluguna, eins og sjá má hér á eftir.
Það hefur, sem kunnugt er, verið eitt aðalvanda-
mái flugsins til þessa, hvernig losna megi við hinn
mikla hraða, sem er samfara flugtaki og lendingu
flugvéla og gerir slíkt að hættumestu atriðum flugs-
ins. Flugvél þyrfti að vera þeim kostum búin að
hafa álitlegan hraða í iáréttu flugi, en lítinn eða
engan hraða í flugtaki og lendingu.
Þyrilflugan uppfyllir að nokkru leyti þessa kosti.
Hún getur hafið flug og lent með engum hraða,
flogið afturábak og til hliða og hangið kyrr í loft-
inu. En sá böggull fylgir skammrifi,' að hún nær
aðeins takmörkuðum flughraða, og er henni því
skorinn of þröngur stakkur.
Nú vilja menn hins vegar fá ílugvélar, sem hafa
yfir miklu hraðasviði að ráða, ríflegan hámarks-
hraða, en lítinn eða engan lágmarkshraða (lágmarks-
hraði er minnsti hraði, sem þarf til að halda flug-
vél á lofti). Við það skapast aukið öryggi í flugsam-
, Fljúgandi rúmslceðið
göngum, og hinir stóru og dýru fiugvellir kunna að
verða óþarfir í framtíðinni. í þessa átt virðist þró-
unin ætla að stefna.
Til að finna lausn á þessu vandamáli flugsins
hafa margir lagt hönd á plóginn, og í leit sinni að
heppilegustu aðferðinni til að gera þessa hugmynd
að veruleika, hafa fiugvéiasmiðir að vonum dottið
niður á margar og ólíkar gerðir flugvéla, eftir því
hvaða hlutverki þeim er ætlað að gegna. Er því
ekki ófróðlegt að líta yfir það helzta, sem fram hef-
ur komið á þessu sviði.
I september 1954 var gert heyrinkunnugt í Eng-
landi, að Rolls Royce hreyflaverksmiðjurnar hefðu
smíðað íurðuflugvél nokkra, sem síðan hefur geng-
ið undir nafninu „fljúgandi rúmstæðið” vegna und-
arlegs útlits síns. Smíð þessi, sem svipar í engu til
venjulegra flugvéla, hefur enga vængi, en er knú-
in af tveim þrýstihreyflum, sem liggja láréttir, en
útblástursopum þeirra er beint lóðrétt niður. „Rúm-
stæðið“ getur lyfzt frá jörðu fyrir orku hreyflanna
einna. Samanlagður þrýstingur þeirra beggja er
10.000 pund, og er hann þyngri á metunum en
heildarþyngd allrar flugvélarinnar, sem er 8000
pund, og þess vegna nær hún að lyfta sér. Er látið
í veðri vaka, að hér sé á ferðinni undanfari stærri
og merkilegri uppgötvana við ráðningu hins gamla
vandamáls — hraðasviðsins. Hámarkshraði flug-
véla hefur stöðugt aukizt, og sama er að segja um
lágmarkshraðann, sem þegar er orðinn of hár að
áliti flugfróðra manna. Tii að ráða bót á þessu
hafa flugvélasmiðir útbúið flugvélar sinar ýmsum
tækjum á vængjunum til að minnka lendingar-
hraðann, en það er þó aðeins skammgóður vermir,
og er ekki varanleg lausn á vandamálinu.
Með „fljúgandi rúmstæðinu“ er vandamálið tek-
ið allt öðrum tökum. Þar er orka hreyflanna bein-
línis hagnýtt til að efla og bera uppi flugvélina
í flugtaki og lendingu, en vængirnir eingöngu
ætlaðir til að bera flugvélina upp á flugi. í frarn-
haldi af þessu eru svo uppi ráðagerðir um að út-
búa flugvélar framtíðarinnar með sérstökum lyfti-
hreyflum, sem hafa mikið afl miðað við þyngd,
en er að öðru leyti aðeins hugað stutt líf. Þegar
flugvélin sé komin í örugga hæð með lyftihreyfl-
unum, verði aðalhreyflarnir ræstir og flugvélin nái
10 - FLUG