Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Side 18

Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Side 18
f meira aðdráttarafl en útsýnið. Á íslandi er það eins hversdagslegt að fljúga og fyrir Stokkhólms- búa að ferðast með lestinni til Södertálje." SKRIFSTOFUR í SEX BORGUM ERLENDIS. Flugfélag íslands hefur nú skrifstofur í sex borg- um erlendis, og veita eftirtaldir menn þeim for- stöðu: Baldur Jónsson (Stokkhólmur), Birgir Þor- gilsson (Hamborg), Birgir Þórhallsson (Kaupmanna- höfn), Hilrnar Pálsson (Glasgow), Jóhann Sigurðs- son (London) og Stefán Jónsson (Osló). SUMARÁÆTLUN Á INNANLANDSLEIÐUM. Sumaráætlun Flugfélags íslands í innanlands- flugi gekk í gildi 25. maí. Er hún með svipuðu sniði og í fyrra nema hvað flugferðum til Egils- staða hefur verið fjölgað til muna. Er ráðgert að fljúga þangað alla virka daga. Þá verða í fyrsta skipti í sumar hafnar reglubundnar flugferðir milli Reykjavíkur og Grímseyjar með viðkomu á Akur- eyri í báðum leiðum. Hófust þessar ferðir um miðj- an júní, og er flogið hvern sunnudag fram í miðj- an september. Er höfð fjögurra tíma viðstaða í Grímsey, og gerir það mönnum kleift að skoða sig um á eynni og njóta náttúrufegurðar norðan heim- skautsbaugar. — Milli Akureyrar og Reykjavíkur verða farnar 18 ferðir í viku; morgun-, síðdegis- og kvöldferðir fjóra daga vikunnar og morgun- og kvöldferðir þrjá daga. Vestmannaeyjaferðir verða tvær alla virka daga en ein ferð á sunnudögum. Eins og áður er getið, verða flugferðir til Egilsstaða alla virka daga, og verða tvær þeirra um Akureyri og ein um Hornafjörð. Þá verður flogið til ísafjarð- ar alla daga að sunnudögum undanteknum. Til Hornafjarðar og Sauðárkróks verða þrjár ferðir í viku hverri og tvær ferðir til eftirtaldra staða: Flateyrar, Þingeyrar, Patreksfjarðar, Blönduóss, Kópaskers, Siglufjarðar og Fagurhólsmýrar. Viku- legar ferðir verða farnar til Bíkludals, Hólmavíkui', Sands, Kirkjubæjarklausturs, Skógasands og Hellu. — Flugvélar Flugfélags íslands munu halda uppi áætlunarflugi til 20 staða utan Reykjavíkur í sum- ar, og munu þær verða á flugi 142 klukkustundir að jafnaði á viku. NÝTT MÖTUNEYTI FYRIR STARFSFÓLK F.í. Þann 1. júní tók til starfa nýtt mötunevti fyrir starfsfólk Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli, og er það til húsa í verkstæðisbyggingu félagsins. Húsakynni eru þarna hin vistlegustu og geta 48 manns matazt í einu. Fyrst í stað verður borðað í tveimur hópum. Matur allur er aðkeyptur, en hon- um er komið fyrir í stóru rafmagnshitaborði úr stáli, sem Rafha hefur smíðað. Aðrar eldhúsinnrétting- ar, borð, stóla o. fl. hafa tveir af starfsmönnum Flugfélags íslands smíðað, þeir Sigvaldi Bessason og Kjartan Stefánsson. Mötuneytinu veitir forstöðu Jó- hanna Kristjánsdóttir. Þetta nýja mötuneyti, sem komið hefur verið á fót af F.Í., nýtur mikilla vin- sælda meðal starfsfólks þess á Reykjavíkurflugvelli, enda skapar það mikil þægindi og sparar fyrirhöfn fyrir þá, sem átt hafa langa leið í mat. Starfsmenn félagsins, sem borða í mötuneytinu, greiða mat sinn með því að lengja vinnutímann um ]/2 klukkustund á dag. Starfsmannafélag Flugfélags íslands hefur verið með í ráðum um stofnun hins nýja mötuneyt- is og stjórn þess átt drjúgan þátt í að hrinda því máli í framkvæmd. Aðalfundur F.F.Í var haldinn í Tjarnarcafé 13. maí s. 1. Á fundinum fór fram stjórnarkjör, og var fráfar- andi stjórn félagsins öll endurkjörin. Hún hefur nú skipt með sér verkum, og hafa orðið nokkrar breytingar þar á frá því sem áður var: Jón Eyþórs- son forseti, Björn Pálsson varaforseti, Jón N. Páls- son ritari, Hákon Guðmundsson gjaldkeri og Björn Br. Björnsson meðstjórnandi. í varastjórn voru kjörnir: Karl Eiríksson, Helgi Filipusson og Björn Jónsson. Endurskoðendur voru endurkjörnir: Sigfús H. Guðmundsson og Gunnar Jónasson. Að loknu stjórnarkjöri var sýnd kvikmyndin „Lærðu og lifðu,“ sem Björn Jónsson flugumferð- arstjóri skýrði. Fjallaði kvikmyndin um flugslys og algengustu orsakir þeirra, og svo skemmtilega á svið sett, sem kvikmyndin var, má fullyiða, að hún var ekki síður lærdómsrík og fræðandi. Var gerð- ur að henni góður rómur. Þessu næst var fundi slitið og kaffi fram borið. Á fundinum kom fram ósk um, að félagsmenn fengju eintak af lögum félagsins, sem eru nokkuð úrelt orðin og þurfa endurskoðunar við, og bauðst Björn Jónsson flugumferðarstjóri til að fjölrita þau og láta í té ókeypis þeim, sem hafa vilja, og mega þeir því vitja þeirra til Björns í flug-turninum á Reykja- víkurflugvelli. 16 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.