Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Síða 21

Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Síða 21
Mynd 2. 3em áður starfaði hjá Sperry Gyroscope Co., og gef- ur hún ýtarlega skýringu á starfsemi Gyrotrons. Ef meðfylgjandi mynd nr. 1 er höfð til hliðsjón- ar er auðvelt að komast í skilning um, hvernig nota má tónkvísl til að gefa merki um stöðubreytingu, miðað við geimstefnu. Gerum ráð fyrir, að þegar athugun fer franr, séu álmurnar á hreyfingu livor mót annarri, eins og merkt er á myndinni, en sá er eiginleiki tónkvíslar, að álmurnar titra ætíð þannig, að þær nálgast og fjarlægjast hvor aðra í sama mund. Ef einnig er gert ráð fyrir, að kvíslin sé á hreyfingu rangsælis um ásinn SS, og haft er hug- fast lögmálið um sveiflutíðni pendúls (t — II y/ 1 /g), verður ljóst, að snúningur kvíslarinnar eykst, þegar álmurnar nálgast, rétt eins og sveiflutíðni pendúls- ins eykst, þegar hann er styttur. Aftur minnkar hreyfing kvíslarinnar um ásinn SS, þegar álmur hennar fjarlægjast, og er þar með fullnægt lög- málinu um varðveizlu snúningsmagnsins: „Summ- an af snúningshreyfingu hlutar getur ekki breytzt vegna innri hreyfingar hlutarins.“ „Þegar tindarnir nálgast hvorn annan, eykst snún- ingshraði kvíslarinnar, þegar tindarnir fjarlægjast, minnkar snúningshraðinn." Ef þessi einfalda regla er höfð í huga er auðvelt að skilja undirstöðuatriði Gýrótronsins. Tilhneiging álmanna til þess að auka og minnka á víxl snúnings- hraða kvíslarinnar veldur víxl-vindingi í skafti henn- ar, og er hann að magni í réttu hlutfalli við snún- ingshraða kvíslarinnar um ásinn SS. í Gýrótroninu er magn vindings og stefna borin saman við hreyf- ingu tindanna, svo tækið getur gefið til kynna, hvort rétt- eða rangsælis snúningshreyfing á sér stað. Samanburður þessi er gerður raffræðilega, og er skema sýnt á mynd nr. 2. Eftirfarandi lýsing á starfsemi Gýrótronsins er tekin úr ritgerð Lymans: í 3. mynd er gert ráð fyrir, að tækið sé á stöðugri hreyfingu réttsælis. Sjá má, að með hreyfingu álm- anna úr stöðu „A“ til „C“, vinzt upp á stand og vindingsfjöður kvíslarinnar. Er þetta sýnt í ýktri mynd í nr. 3. (Ath. á smámyndunum tveim, sem fylgja, að þegar álmurnar eru í stöðu A liggur straumfjöðurinn við hægri spóluna. í stöðu C er fjöð- urinn hins vegar sýnd snerta vinstri spóluna). Myncl nr. 4 líkist 3. mynd að öðru leyti en því, að tækið er nú á stöðugri hreyfingu rangsælis. Það er augljóst, ef litið er á álmurnar í stöðu A, að straumfjöðurin er í gagnstæðri stöðu við þá á mynd 3. Við frekari samanburð mynda 3 og 4 sést, hvernig snúningsstefnan breytir innbyrðis stöðu álmanna og straumfjaðrarinnar. Hafa hér öll öflin tekið stefnu- breytingu frá rétt- til rangsælis með þeirri afleið- ingu, að fasi rafstraums þess, er um spólurnar fer, breytir um formerki. Verður því 180° munur á fasa rafmerkja þeirra, sem spólurnar nema við rétt- og rangsælis snúning kvíslarinnar. Þannig starfar í stuttu máli Sperry Gýrótron-snún- ingshraðamælirinn. Hann er óháður núningsmót- stöðunni, og er þar með rutt úr vegi einum aðal ann- marka gýrósins. Er hann því ákaflega stöðugur, næmi hans mikið og hæfileiki til að mæla mismunandi snúningshraða slíkur, að hann getur mælt allt frá einum snúning á sólarhring upp í 100 snúninga á mínútu. Þess ber að gæta, að tækið er enn á bernskuskeiði, og enn ekki hægt að gera sér fyllilega Ijósa mögu- leika þess né takmarkanir. Ragnar G. Kvaran þýddi. Mynd 3. Mynd 4. FLUG 19

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.