Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Page 23
urinn í skrokknum þoldi ekki þessar sífelldu brevt-
ingar nema að vissu marki og þá gaf sig einhver
veikur staður. (Menn geri sér í hugarlund, hvernig
vír er eltur í sundur. í raun og veru er þar ekkert
annað en málmþreyta leidd fram í vírnum og að
endingu brotnar hann — því fyrr, sem hann er örar
eltur). Sá tími, er vélarnar entust, var allmikið
styttri en gert var ráð fyrir, eða um 3000 klst.
Rannsóknin leiddi í ljós, að með öllum þeim
tækjum og vitneskju, sem til reiðu var, þegar Com-
et-vélarnar voru smíðaðar, var ekki hægt að sjá
þennan stutta endingartíma fyrir.
Það, sem lærzt hefur er þetta: Flug í háloftun-
um með miklum hraða er tiltölulega ókannað svið,
má gera ráð fyrir ýmsum torfærum, þar sem erfitt
verður að sjá fyrir.
Flug með 500 mílna hraða í 40.000 feta hæð
þarf að rannsaka miklu betur áður en farið er að
hætta sér út í „1000 rnílna flughraða á farþega-
vélum.“
Allir skrokkar, sem smíðaðir verða fyrir hálofta-
flug með miklum þrýstimun (814 pund á ferþuml-
ung) þyrftu að prófast í geymum, þar sem öll hugs-
anleg „flugáreynsla“ væri lögð á.
Möguleikar eru á skrokkbilun á vélum, sem
hafa loítþétta farþegaklefa, en eru með miklu
minni þrýstimun (314 pund á ferþumlung).
„Hérmeð tilhynnist flugmanni, að hatni er lentur á
röngum stað, einn kilómeter frá flugvelli, úti A sjó.“
f lngvélíir Jtnúnar Jíjarnorltu.
Til skammt tíma voru einu raunverulegu kynni
mannkynsins af kjarnorkunni hinn ægilegi eyðing-
armáttur hennar ásamt hörmungum þeim, sem hún
hefur leitt yfir fjölda saklausra manna. Af þess-
ari ómælis orku, sem mannlegu viti hefur tekizt að
leysa úr læðingi, hefur mannkyninu staðið meiri
ógn en nokkru öðru í sögunni, og það ekki að á-
stæðulausu.
En kjarnorkunni er einnig svo farið, að nýta má
hana til nytsamra hluta. Þannig er unnið að smíði
raforkuvera knúnum kjarnorku, talið er einnig,
að Rússum hafi tekizt að smíða kjarnorkuknúinn
bíl, sem aka má vikum saman á örlitlum mola af
úraníum, og loks er þess getið, að Bandaríkja-
menn hafa nýlokið smíði kjarnorkuknúins kafbáts,
„Nautilus", sem farið hefur nokkrar reynsluferðir
með góðum árangri.
Það lætur að líkum, að miklu fé og fyrirhöfn
hafi verið varið til smíði kjarnorkuknúinna flug-
véla, sem gætu flogið óraleiðir og dögum saman á
litlu úraníummagni án þess að þurfa að lenda.
Áhugann fyrir slíkum flugvélum vantar heldur
ekki, þótt við mikla örðugleika sé að etja. Það fær
maður glöggt séð af erlendum flugfréttum. Og eins
og fyrri daginn skulu þær flugvélar fyrst og fremst
ætlaðar til hernaðar.
Nýlega hefur Curtiss-Wright flugvélasmiðjun-
um í Bandaríkjunum verið falið það hlutverk að
smíða fyrstu kjarnorkuknúnu flugvélina þar í landi.
En þess utan hafa einnig General Electric og Pratt
& Whitney hreyflaverksmiðjurnar unnið að smíði
kjarnorkuhreyíla fyrir flugvélar um fjögurra ára
skeið, þótt ókunnugt sé um árangurinn af því
starfi.
Tvennt er það einkum, sem staðið liefur í vegi
íyrir þróun kjarnorkuhreyfla fyrir flugvélar, en það
er ræsing hreyfilsins eða gangsetning, svo og nægi-
leg vörn fyrir flugmanninn gegn hinum banvænu
geislum, sem úraníum gefur frá sér. Vonir standa
þó til, að nýjar málmblöndur kunni að leysa síðari
vandann, áður en langt líður, og kann svo að fara,
að þess dags verði ekki langt að bíða, að kjarn-
orkuknúnar flugvélar fljúgi um loftin blá, á sama
liátt og farartæki láðs og lagar hafa þegar stigið
sitt fyrsta spor fyrir liinum nýja orkjugjafa.
FLUG
21