Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 11

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 11
F, grsti flu0mnðurínn sem verður gfirmaður uCþ/óðuliers. Það er hár, grannur og hljóðlát- ur maður, sem nú tekur við starfi æðsta manns SHAPE, sem er hern- aðarmiðstöð Atlantshafsbandalags- ins. Þetta er fjögra stjörnu hers- höfðingi, Lauris Norstad, þriðji æðsti yfirmaður bandaríska flug- hersins, en hinn fyrsti, sem hefur með höndum yfirstjórn samein- aðra herja. Skiptir um skrifstofu. Norstad hershöfðingi hefir ver- ið yfirmaður flughers SHAPE frá því 27. júlí 1953. Breytingin á högum hans sjálfs verður því lítil önnur en sú að hann skiptir um skrifstofu. Hins vegar mun það hafa mikla þýðingu að flughers- höfðingi tekur við yfirstjórn varn- arherjanna, þar sem lengi hefir verið litið svo á að flugherinn hefði ríkjandi þýðingu. Og allir þeir, sem hafa haft eitthvað yfir flugvörnum Atlantshafsríkjanna að segja, allt sunnan frá Tyrkjaveldi og norður til Noregs, hafa orðið greinilega varir áhrifa Norstads. Hershöfðinginn er kunnur af mörgum fundum herfræðinga í Vestur-Evrópu, frá því hann var i október 1950 gerður yfirmaður flughers Bandaríkjanna í Evrópu. Það var þegar hann var í Wies- baden, sem sú ákvörðun var tekin og fyrst og fremst stuðst við Kóreu- styrjöldina, að endurhervæða yrði Vestur-Þýzkaland. Það var einnig Maðurinn °g hershöfðinginn

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.