Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 12

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 12
☆ ☆ ☆ ☆ Hershöfðinginn og frú Norstad, dóttir peirra, Kristin, og kjölturakkarnir, sem einnig eru með- limir fjölskyldunn- ar- þá, sem sú ákvörðun var tekin, að flytja flugvellina á ameríska her- námssvæðinu vestur á bóginn, því þeir voru taldir liggja of nærri járntjaldinu. Árið 1951 var Norstad fengin í hendur yfirstjórn sameinaðs flug- hers Mið-Evrópu. Næstu tvö árin skipti hann starfi sínu milliUSAFE í Wiesbaden og höfuðstöðva flug- hers NATO-ríkjanna í Fontaine- bleau-skóginum. Loftvarnirnar verða þýðingarmeiri. Það var á þessum árurn sem Grikkland og Tyrkland gerðust að- ilar að NATO og loftvarnirnar urðu þýðingarmeiri. í SHAPE sáu menn nú fyrir sér varnarboga flug- valla allt frá rússneskum landa- mærurn Tyrklands um Grikkland, Ítalíu, Frakkland Benelúxlöndin, Þýzkaland (þar sem voru enskar, kanadískar og bandarískar flug- stöðvar) um Danmörku og Noreg, allt til rússnesku landamæranna í norðri. Að baki þessarar línu voru flugstöðvarnar á Bretlandi. Þetta leiddi til þess, að viðbættri hæfni mannsins, að Grunther hershöfð- ingi og þing NATO-ríkjanna ákváðu að stofnsetja embætti, sem sameinaði yfirstjórn suður-, mið- og norður-flugherja NATO-ríkj- anna, þar sem eru flugstöðvar 14 þjóða, á einni hendi í SHAPE. Nafn Lauris Norstad hershöfð- ingja, er sennilega betur þekkt af almenningi í Evrópu en í Banda- ríkjunum. Hann hefir lengst af gegnt þjónustu austan Atlants- hafsins, í Þýzkalandi og Frakk- landi. Hann hefir að sjálfsögðu oft komið heim til Bandaríkjanna, en það hefir jafnan verið hljótt um ferðir hans þar og lítið um þær rætt í bandarískum blöðum. Hógvær og hlédrægur. Norstad er rólegur maður með hógværa og alft að því hlédræga framkomu, sem vinir hans og nán- ustu samstarfsmenn vita að hylur hreinskilni og skarpa, rökfasta hugsun. Það voru einmitt þessir framúrskarandi hæfileikar, sem skipuðu honum á bekk þeirra, sem 10 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.