Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Side 15

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Side 15
Y N Lítill snáði snaraðist inn til mín og sagði: — Góðan daginn. Ég heiti Gunn- ar Þorkelsson. Ég var sendur frá Flugfélagi íslands. — Já einmitt. Þú ert þá yngsti starfsmaðurinn hjá félaginu. Hvað ertu gamall? — Fimmtán ára. — Og hefirðu áhuga fyrir flugi? - Já- — Það var ágætt, því annars hafði ég raunar ekkert við þig að tala. F.n nú tek ég blað og blýant og krota eitthvað upp eftir þér. Ég hef jafnvel hugsað mér að birta það í tímaritinu „Flugi“. Hvernig lýst þér á það? — Já, ja, það er víst allt í lagi. — Hvað gerirðu hjá Flugfélag- inu? — Ég er sendill. — Hvernig stóð á því að þú fórst að vinna þar? — Ég frétti bara að það vant- aði strák þangað fyrir sendil. Og svo fór ég og réði mig. — En hvenær fékkstu áhuga fyr- ir fluginu? — Ég byrjaði í haust. Við erum þrír strákar, sem byrjuðum þá með „línukontrol". — Nú, hvað er það? Já, þú fyrir- gefur. Ég hef nefnilega ekkert vit á flugi. — Það eru, skal ég segja þér, litlar flugvélar, sem við höfum smíðað sjálfir upp úr módelblöð- um. Það er í þeim lítill flugvéla- mótor, sem gengur fyrir benzín- blöndu. Þeir fást hér. Svo höfum við línu, sem við stjórnum vélun- um með. Þetta er anzi skemmtilegt. — Ja hérna! Þetta hefir líklega ekki verið til þegar ég var strákur. En hverjir eru félagar þínir og hvað eru þeir gamlir? T I s T A R F S M A Ð U R I N N — Annar heitir Ásgeir Gunnars- son og er 14 ára, en hinn heitir Stefán Gunnarsson og er 16 ára. Þeir eru bræður. — Þekkirðu fleiri, sem hafa áhuga? — Já ég þekki marga. — Og ætlið þið allir að fara að fljúga. — Já við byrjum áreiðanlega all- ir þessir þrír. Ég ætla að byrja næsta sumar á Sandskeiðinu hjá Svifflugfélagi íslands. - Hefirðu flogið? — Já, já. Til dæmis austur að Egilsstöðum. Ég fékk að vera frammi í hjá flugmanninum. Hann skýrði allt fyrir mér, sem fyrir kom á meðan á fluginu stóð. Það er gaman að vera í stjórnklefan- um. Gunnar við stjórnvölinn. — Hræddur? — Ég — Nei-nei!! — Hvað gerirðu í frístundum þínum? Lestu ekki eitthvað af blöðum um flug? — Ég skoða aðallega flugmódel- blöðin. Svo smíða ég flugvélar í frístundunum. Við erum búnir að smíða margar saman við strák- arnir. — Eigið þið þá ekki margar flugvélar? — Þær vilja nú „krassa“. En við smíðum alltaf betri og betri flug- vélar og hættum þá við hinar. — Segðu mér. Finnst þér gam- an að vinna hjá Flugfélaginu? Hefirðu ekki sæmilega aðstöðu þar til þess að ná í hitt og þetta, sero. ykkur vanhagar um í flug- smíðina? FLUG - 13

x

Flug : tímarit um flugmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.