Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 16

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 16
Félagarnir Ásgeir, Gunnar og Stefán með flugvélarnar sinar. — Jú, það er gaman að vinna þar. Ég kynnist mörgu í sambandi við flugið. Ég veit ekki hvort ég held þar áfram, en ég er alveg ákveðinn að gera flugið að starfi mínu. Jú, ég hef góða aðstöðu til að ná í ýmislegt, en það sem við þurfum að kaupa er nokkuð dýrt. Við höfum pantað beint að utan tveggja dollara vélar. Annars kost- ar efni í vél svona um 20 kr. hér, sem við svo smíðum sjálfir. En mótorarnir kosta 240 kr. Það er nokkuð mikið fyrir okkur. Annars kaupum við aldrei alveg tilbúnar vélar. — Jæja. Þú ert að vísu ekki gamall. En hefirðu ekki gert fleira en að sendast? — Jú-jú. Ég hef verið í sveit. — Jæja. Og finnst þér það gam- an. Hvar hefirðu verið? — Jú. Það er gaman. Ég hef ver- ið tvö surnur á Hvanneyri og svo austur á Reyðariirði. — Hvað gerir pabbi þinn? Og hvar áttu heima? — Pabbi minn er bílstjóri. Við eigum heima á Hörpugötu 39, rétt hjá flugvellinum. — Þú hefir auðvitað komið í flugturninn og séð bæði aðflug og lendingu þaðan. — Já. Ég hef líka verið í stjórn- klefa flugvélarinnar þegar hún er að „taka af“ og lenda. — En væri þá ekki líka gaman að vera flugumferðarstjóri? — Jú-ú-ú. En ég vil samt held- ur verða flugmaður. — Jæja þá fer það ekki á milli mála. Þakka þér nú kærlega fyrir. Ég bið að heilsa félögum þínum, Ásgeiri og Stefáni. — Það var nú ekkert. Ég skal skila því. vig. ----------------------------- ^ TÍMARIT UM FLUGMÁL Ritstjóri og ábyrgðarmaður: VIGNIR GUÐMUNDSSON. Útgefandi: FLUGMÁLAFÉLAG ÍSLANDS I stjórn þess: Sigfús Guðmundsson, Páll B. Melsted, Hákon Guðmundsson, Björn Pálsson, Björn Br. Björnsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Túngötu 5 - Sími 82533. Prentsmiðjan Oddi h.f. \_____________________________-J Ritstj ófitarrablj. Lesandi góður! Um leið og þetta hefti Flugs hefur sig á loft, þykir hlíða að setja í það ofurlítið ritstjómar- rabb. Byrja skal á því að óska öll- um lesendum farsældar og bless- unar á árinu. Um leið og ég færi fram þess- ar óskir vil ég þakka öllum þeim er stutt hafa mig við und- irbúning og útgáfu ritsins. Það er ósk þeirra, sem að útgáfu ritsins standa, að það megi flytja sem mest og bezt efni, sem flugmál varða, og það eigi jafnframt að vera öðmm ritum fremur söguleg heimild um flugið á íslandi. Hversu til hef- ir tekist að þessu sinni skal ósagt látið hér, enda annarra að dæma það. Að einum þræði er hefti þetta eins konar afmælisrit Flugmála- félags íslands, sem í ár varð 20 ára. Segja bæði fyrsti formaður félagsins og núverandi formað- ur þess nokkuð frá starfseminni fyrr og nú. Ennfremur eru birtar tvær fyrstu fundargerðir 14 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.