Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Blaðsíða 20
:o
'
■
"■ ■ . i
.
Super G. Constellation-flugvél, eins og þcer, er koma við i Keflavík á vegum TWA.
þeir eru óhagstæðir. Þess vegna
borgar sig oft og einatt að fara
miklu lengri leið en sem svarar
beinni fluglínu milli ákvörðunar-
staða. Ennfremur skiptir hæðin
miklu máli, því að vindarnir eru
mjög mismunandi eftir hæð.
Einnig vörum við vélarnar við ís-
ingu og kvikum (ókyrru lofti) eft-
ir föngum.
— En hvernig eru hinar marg-
umtöluðu háloftaveðurathuganir
ykkar?
— í fáum dráttum er þetta
þannig; sendur er upp belg-
ur með léttri lofttegund, en við
hann hangir tæki, em sendir frá
sér upplýsingar um þrýsting og
raka. Belgir þessir geta farið gríð-
arlega hátt, eða í 25 til 30 km hæð,
sem svarar til 6 millibara þrýst-
ings, en þá springa þeir.
— Geta þessir blegir ekki trufl-
að flugið?
— Ég held ekki. Að minnsta
kosti veit ég ekki dæmi þess. Þeir
eru mjög fljótir upp fyrir þá hæð,
sem flugvélar fara, en ekkert far-
þegaflug fer fram hærra en í 20
þús. fetum.
— Elver rekur þessa veðurstofu
hér?
— Hún er rekin sameiginlega af
hernum og íslenzka ríkinu. Hér
vinna alls 7 íslendingar og álíka
margir starfsmenn frá hernum og
er sólahringnum skipt á milli
starfshópanna. Öll starfsemin er
greidd með fé frá Alþjóðaflug-
málastofnuninni. Verkaskiptingin
hér miðast við að íslendingar sjái
um farþegaflugið, en Bandaríkja-
mennirnir um herflugið.
— Og hvernig reynast svo þess-
ar veðurathuganir ykkar og
hvernig er aðstaðan hér?
— Það skakkar að jafnaði ekki
miklu með veðurspárnar, enda er
aðstaða hér öll mjög fullkomin
og vel sambærileg við það sem er
erlendis. Veðurstofan hér býr við
betri aðstæður en Veðurstofan í
Reykjavík. Athuganir okkar ná
hærra í loft upp og hér eru tæki
fullkomnari.
— Hvernig er samstarf milli ykk-
ar og Veðurstofunnar í Reykjavík?
— Það er gott. Við gerum t. d.
þær spár, sem lesnar eru í útvarp-
ið kl. 4.30 á nóttunni og kl. 8.00
á morgnana.
— En svo við snúum okkur nú
að innanlandsfluginu. Skiptið þið
ykkur af því, eða spáið fyrir það?
— Já. Við gerum á hverjum degi
spár fyrir aðallendingarstaði Flug-
félags íslands, þ. e.: Reykjavík, ísa-
fjörð, Sauðárkrók, Akureyri, Egils-
staði og Vestmannaeyjar. Einnig
spáum við um vinda í 700 feta hæð
innanlands.
— En svo við snúum okkur að
þessum kortum, sem þú ert að
teikna á?
— Við gerum alltaf nýtt kort á
6 tíma fresti, þ. e. a. s. svona stórt
eins og þetta. Þetta er eins og þú
sérð allt dregið bláum og rauðum
strikum, en þau merkja kalda og
heita vinda. Svo gerum við minni
kort yfir ísland sérstaklega og
annað yfir Norður-Atlantshaf. Þau
gerum við á þriggja tíma fresti.
Háloftaathuganir gerum við á
12 tíma fresti.
— Og starf veðurfræðingsins.
Er það skemmtilegt?
— Jú, það er það. En eini gall-
inn er sá, að það fer hjá okk-
ur íslendingunum að mestu fram
á nóttunni.
— Og að lokum aðeins þetta,
Knútur. Hvað segir þú um fram-
tíð Keflavíkur sem flugstöðvar í
Atlantshafsflugi frá sjónarmiði
veðurfræðinnar?
— Ég held að nauðsyn Keflavík-
ur sé mjög mikil og þá einkum
með tilliti til flugsins vestur yfir
hafið. Segjum t. d. að flugvél ætli
frá París til New York. Það er lægð
suður af Grænlandi eða Græn-
landshafi. Þá verður miklu hag-
kvæmara að fljúga flugvélinni yf-
ir ísland. Hún lendir þá í norður-
jaðri lægðarinnar, þar sem vind-
arnir eru vestlægir og hjálpa
þannig til, þ. e. stytta í rauninni
18 - FLUG