Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 27

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 27
Annáll Þyts. Á árinu 1956 var ílogið hjá Flugskólanum Þyt h.f. samtals 1845 klukkustundir. Mest af því var kennsluflug. Mikil aðsókn hefir verið af mönnum, sem taka ætla einka- flugpróf. Auk þess hafa nokkrir lokið atvinnuflugprófi og blind- flugsprófi á árinu. Bóklegt námskeið var haldið í lok ársins fyrir einkaflugpróf. Þar luku prófi 23 nemendur, þar af ein stúlka. Hæstu einkunnir hlutu þeir Arni Ólafsson og Haukur Stefánsson, 97% hvor. Núna stend- ur yfir bóklegt námskeið fyrir at- vinnuflugpróf og eru þátttakend- ur 13. Kennsla fer fram í Iðnskól- anum. Þörf er á að hafa aftur bóklegt einkaflugprófsnámskeið en ekki ákveðið þar um. Auk flugkennslu heíir skólinn annast ýmislegt annað flug, svo sem: Síldarleit, sjúkraflug, flutn- ing á vélahlutum, beituflutning, flutning á ferðafólki og sölumönn- um, flogið með áhafnir á skip, varpað niður gjafapökkum og aug- lýsingamiðum, leitað að kindum, dregið auglýsingaspjöld, lesið aug- lýsingar í gjallarhorn og margt fleira. Nokkuð dregur úr starfseminni á veturna og er sá tími notaður til undirbúnings að sumarstarfinu og vélarnar standsettar. Við vonum að geta mætt vorinu með nægum kosti flugvéla og flug- kennara. í ráði er að kaupa Cessna 170 flugvél fyrir vorið og hefir verið heitið leyfi til þess. Auk þess er verið að athuga hvort liægt er að fá starfsvanan flugkennara frá brezkum flugskóla til að aðstoða við starfið í sumar. Frægasti fugl í heimi. Þessi mynd, sem hér birtist er af fröken Mary Bodie, en hún vinnur hjá PAA í Detroit í Banda- ríkjunum, og heimsfrægum erni, sem ber nafnið hr. Ramshaw, en hann var farþegi í PAA-flugvél, sem flaug beint frá London til Detroit. Þetta er taminn örn, 13 pund að þyngd með sjö feta vængjahafi og keyptur af dýragarð- inum í Detroit af C. W. R. Knight kapteini, sem er brezkur ferðamað- ur og fyrirlesari. Hr. Ramshaw er talinn þekktasti fugl veraldarinn- ar og hefir komið fram í mörgum kvikmyndum og ennfremur í sjón- varpi. Hann hefir farið yfir Atlantshaf- ið allmörgum sinnum, en alls er ferðalag hans um heiminn orðið 250.000 mílur. í síðustu ferð sinni naut hann þeirra fullkomnustu þæginda, sem völ er á, þar sem hann hafði til umráða allt fram- rúm vélarinnar (DC-7 Clipper). Án efa hefir honum fallið þetta ferðalag betur en þegar hann fór með skipi yfir Atlantshaf snemma í síðasta stríði. Þá var hann neyddur til þess að kveðja Knight kaptein á miðju hafinu, þegar öllurn um borð var skipað að yfirgefa skipið, er það varð fyrir sprengju þýzks kafbáts. Hr. Ramshaw neitaði að yfirgefa hið dæmda skip, en sem betur fór hélst það á floti. Að þessu sinni fór PAA-vélin með hr. Ramshaw 3.600 mílur til Detroit á rétt rúmum 11 klukku- stundum, eða með 328 mílna hraða á klukkustund, sem er talsvert mikill hraði jafnvel fyrir örn. FLUG - 25

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.