Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 28

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 28
Aimáll Fíuáfélaás íslands Arið 1956 varð mesta annaár í sögu Flugfélags íslands. Fluttir voru um 70 þúsund farþegar á inn- anlands- og millilandaflugleiðum, og nemur aukningin um 30% mið- að við árið áður, en þá fluttu flug- vélar félagsins samtals rösklega 54 þúsund farþega. Millilandaflugið. Mikil gróska var í millilanda- fluginu, bæði í áætlunarflugi og leiguflugi. Ferðir til Grænlands urðu mjög tíðar á árinu, einkum til Thule, Norðurstöðvar og Meist- aravíkur. Voru ferðirnar farnar fyrir danska aðila, er sjá um marg- víslegar framkvæmdir á Grænlandi. Flugáhafnir F.í. eru nú orðnar vel kunnugar staðháttum þar í landi, enda njóta íslenzkir flugliðar mik- ils álits hjá þeim erlendu aðilum, sem tekið hafa flugvélar F.í. á leigu til þessara ferða. Þann 27. maí voru 10 ár liðin frá því íslendingar hófu reglubund- ið millilandaflug. Hafði Flugfélag íslands samið við Scottish Aviation árið 1946 um leigu á Liberator- flugvélum, og voru þær í förum milli Reykjavíkur, Prestvíkur og Kaupmannahafnar um tveggja ára skeið, eða þar til félagið eignaðist Gullfaxa. Þrír af flugmönnum F.Í., þeir Sverrir Jónsson, Aðalbjörn Krist- bjarnarson og Jón Jónsson, fengu flugstjóraréttindi á Skymastervélar félagsins á árinu 1956. Hafa þá alls 8 af flugmönnum F.í. slík réttindi. Innanlandsf lugið. Innanlandsflug óx einnig mikið á liðnu ári. Haldið var uppi reglu- bundnu flugi til 21 staðar utan Reykjavíkur yfir sumarmánuðina. Fjölgað var nokkuð ferðum til Ak- ureyrar, Egilsstaða og ísafjarðar. Til Akureyrar voru farnar 20 ferð- ir á viku s.l. sumar. Þá bar það til tíðinda í ágúst, að farþegatalan innanlands fór yfir 10.000, og hef- ur það aldrei skeð fyrr á einuin mánuði. Eru það fleiri farþegar en félagið flutti til samans 7 fyrstu árin, sem það starfaði. Ný deild tekur til starfa. S. 1. vor tók til starfa ný deild hjá Flugfélagi íslands á Reykja- víkurflugvelli. Er hér um að ræða flugumsjón. Með tilkomu þessarar deildar er ráðin stór bót á af- greiðsluháttum félagsins. Margt af því, sem nú er viðfangsefni flug- umsjónar, hvíldi áður á farþega- afgreiðslunni, sem hafði frekar slæm skilyrði til að leysa þau verk af hendi. En margt nýtt hefur og komið fram með stofnun deildar- innar. Þeir Bjarni Jensson, flug- maður, sem verið hafði yfirflug- umsjónamaður á Keflavíkurflug- velli, og Jóhann Gíslason, yfirloft- skeytamaður félagsins, voru fengn- ir til að gera tillögur um stofnun flugumsjónardeildarinnar. Með þessu nýja fyrirkomulagi eru þá teknar saman í eitt loftskeyta-, siglingafræði- og flugumsjónar- deild félagsins undir stjórn Jó- hanns Gíslasonar. Viðbótarbyggingar og nýtt húsnæði erlendis. Síðla sumars var tekin í notkun viðbótarbygging hjá félaginu á Reykjavíkurflugvelli fyrir toll- og vegabréfaskoðun millilandaflugs- ins. Var orðin brýn nauðsyn til úr- bóta hvað þessa hlið starfseminn- ar snerti, þar sem millilandaflugið hefur verið í stöðugum vexti und- anfarin ár, en aðstæður hvergi nærri hentugar til afgreiðslu. Hef- ur nú verið ráðin bót á þessu máli í bili. Þá er nú í smíðum önnur viðbótarbygging hjá F. I. á Reykja- víkurflugvelli, en þar munu áhafn- ir aðallega fá samastað. Nú um áramótin flutti skrif- stofa F. í. í Lundúnum úr sínu gamla húsnæði í Princes Arcade í ný húsakynni við Piccadilly 161, og er þau á götuhæð í hjarta borg- arinnar. Þá hefir skrifstofu félags- ins í Kaupmannahöfn tekizt að fá húsnæði á götuhæð í sama húsi og hún er nú, Vesterbrogade 6 C. Búizt er við, að skrifstofan geti flutt í marz. Heimsóknir erlendra fréttamanna. Flugfélag íslands hefir greitt götu margra erlendra fréttamanna s. 1. ár, sem komið hafa hingað til lands ýmist á vegum félagsins eða af eigin hvötum. Hefur mikill fjöldi greina birzt um ísland og íslenzk málefni í blöðum vestan hafs og austan eftir þessa gesti. Þá er vitað um útvarpsþætti um ísland samda af sumum þessara manna, og hafa þeir t. d. verið fluttir í útvarp í Bretlandi, Þýzka- landi, Austurríki, Skandinavíu og Kanada. Hefir Flugfélag íslands á undanförnum árum lagt áherzlu á landkynningu í vaxandi mæli og myndi eflaust láta sér þau mál meiru skipta, ef aðstæður væru hér slíkar, að unnt væri að taka á móti erlendum gestum svo nokkru nemi. Nýtt nafn — ICELANDAIR. Flugfélag íslands hefur allt frá árinu 1940 gengið undir enska 26 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.