Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Side 31

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Side 31
Annáll Loftleiða 1956 Þeir, sem gera ráð fyrir að lesa í annál þess árs, sem senn er nú á enda, frásagnir um stórsigra Loft- ieiða eða ráðagerðir um miklar framkvæmdir á því ári, sem í hönd fer, verða eflaust fyrir vonbrigð- um, því að saga ársins 1956 er öllu fremur í ætt við hinn þunga straum en þau fossaföll, sem mis- hæðirnar valda. Félagið hefir vax- ið eins og það tré, sem trúlegt er til langlífs, fest rætur sínar örugg- legar, hækkað og gildnað, bætt við nýjum greinum. Þegar á allt er litið, er þetta ef til vill æskilegast, að minnsta kosti fyrstu uppvaxtarárin. í hinum grunna jarðvegi þarf víða að skjóta rótum til þess að standast svipti- byli samtíðarinnar. I því sambandi má vekja athygli á því, að það eru ekki nema 2 milljónir íslenzkra króna, eða jafnvirði tveggja sæmi- legra íbúðarhúsa í Reykjavík, sem telja má hinn fjárhagslega bak- hjarl félags, sem heldur nú uppi 4—5 ferðum í viku milli megin- landa Evrópu og Ameríku, en kostnaðurinn af hverri ferð nem- ur um 260 þús. króna eða rúm- lega áttung alls hlutafjárins. í sam- bandi við kaup nýrra flugvéla má til dæmis geta þess, að þó að það væru Bandaríkjadalir, sem stæðu að baki upphæð hlutafjárins í stað íslenzkra króna, þá myndi sú fjár- hæð ekki nægja til kaupa á einni af þeirri tegund flugvéla, sem fé- lagið kysi helzt að eiga í dag til millilandaferða. Þess má minnast, að Loftleiðir keppa nú við flug- félög, sem munar álíka mikið um það og venjulega borgara að fá sér ný hversdagsföt, að kaupa til við- bótar flotanum nokkrar nýjar flug- vélar af þessari gerð. Af þessu má það vera ljóst, að ekki er einhlítt, þótt kóngur vilji sigla. Hér verður byr að ráða. En víkjum nú að annálnum sjálfum: Vaxandi farþegaflutningur. Árið sem leið fluttu Lofleiðir næstum því 17 þúsund farþega. Vonir standa nú til, að í lok þessa árs verði farþegatalan komin upp í 22 þúsundir. Fari svo hefir aukn- ingin orðið um 30% miðað við fyrra ár. Heildartölur um póst- og vöruflutninga eru enn ekki hand- bærar, en fyrirsjáanlegt er að þar er um mikla aukningu að ræða, einkum að því er varðar vöruflutn- inga. Enda þótt farþegaflutning- arnir séu einkenndir af mikilli eft- irspurn yfir sumartímann en minni vetrarmánuðina, svo sem tíðkast um öll önnur flugfélög, þá sannar þó það hinn fjölmenni hópur, sem ferðast með Loftleiðum frá hausti til vors, að félagið er nú búið að eignast beggja vegna hafsins ör- ugga viðskiptavini, sem kjósa held- ur að eiga samleið með því en öðr- um, og er það út af fyrir sig mjög mikils virði, að hafa þannig tryggt sér stöðu við hlið þeirra, sem fyrst- ir koma í hugann þegar ferð er ráðgerð yfir Atlantshafið. Fjölgun starfsmanna. Nokkur fjölgun hefir orðið í starfsliði félagsins, einkurn erlend- is og í flugliði. Hérlendir starfs- menn og fluglið munu nú tæplega 130, en allt starfslið, heima og er- FLUG - 29

x

Flug : tímarit um flugmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.