Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 33

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 33
Flugvélar félagsins. Loítleiðir hafa nú fjórar Sky- masterflugvélar í förum, Heklu, Sögu, Eddu og leiguflugvélina LN- SUP, en sú síðastnefnda kom til starfa í ágústmánuði síðastliðnum. Þegar þetta er ritað eru þær Hekla og Edda nýkomnar frá 6 vikna endurskoðun í Stafangri, en þar voru margar breytingar gerðar til bóta, auk hins lögboðna eftir- lits og endurnýjunar á öllu því, sem talið var að betra væri nýtt en notað. Til gamans má geta þess, að á árinu var sett nýtt met Skymaster- flugvélar á flugleiðinni New York —Reykjavík. Var það leiguflugvél Loftleiða, sem fór þessa leið 14. september sl. á 10 klst. og 12 mín., eða með 424 km. meðalhraða. Jó- hannes Markússon var flugstjóri í þessari hraðferð flugvélarinnar. Nýir kaup- og kjarasamningar við flugliða. 31. október sl. sögðu flugmenn, flugleiðsögumenn og flugvirkjar upp kaup- og kjarasamningum með þriggja mánaða fyrirvara og kem- ur því til vinnustöðvunar, ef eigi liefir verið samið fyrir 1. febrúar næstkomandi. Eigi er þeim, er þetta ritar, ljóst, hvað valdið hafi uppsögn samninga, enda munu viðræður aðila enn ekki hafnar, og skal því enginn dómur á það lagð- ur, hvort hér hafi borið nauðsyn til, en hitt er ljóst, að mikil þörf er þess, að gengið verði nú svo frá hinum væntanlegu samningum, að eigi þurfi að koma til nýrrar upp- sagnar að ári liðnu, og ættu for- ráðamenn beggja flugfélaganna að reyna að fá heildarsamninga um kaup og kjör við allt starfsfólk sitt, og koma þannig í veg fyrir að einhverjir hópar geti fyrirvaralítið rofið vinnufrið og stefnt með því öllu í voða. Er í þessu sambandi athyglisverð tillaga, sem flugmálastjóri gerði í verkfallinu mikla vorið 1955, en þar lagði hann til að fá heildar- samninga um kaup og kjör við alla þá, sem vinna á einn eða annan hátt að flugmálum á íslandi. íslenzk landkynning. Verulegur hluti þeirra milljóna, sem Loftleiðir verja árlega til aug- lýsinga erlendis, rennur beint eða óbeint til íslenzkrar landkynning- ar. Auk þess hefir félagið á þessu ári boðið hingað allmörgum er- lendum fréttamönnum og þeim starfsmönnum sínum erlendis, sem einungis ferðast um til þess að kynna félagið, að ógleymdu ýmsu öðru, sem vakið hefir nokkra at- hygli, svo sem heimsókn Berlínar- barnanna í sumar, tilboði um ferð- ir laxaveiðimanna frá Bandaríkj- unum og fleira. Það lætur því að líkum, að Loftleiðir láti sig ein- hverju varða þau skilyrði, sem hér eru búin erlendum ferðamönnum. Nú vill svo til að félagið hefir nokkrum sinnum á því ári, sem nú er að líða, orðið að sannprófa þau. Hefir það einkum verið, þegar svo hefir staðið á austan eða vestan hafsins, að ráðlegra þótti að bíða byrjar en halda héðan. Er skemmst af því að segja, að þá er engu betra að vera staddur hér í Reykja- vík en úti á hinum miklu sand- auðnum Afríku, þar sem ekkert skjól er að fá. Hefir þá í skyndi verið leitað til Keflavíkurflugvall- ar á náðir Bandaríkjamanna, og eru þess dæmi að þeir hafa skotið skjólshúsi yfir hátt á sjötta tug far- þega í senn. Gott er þeirn eflaust, sem þiggja, að mega þannig frem- ur leita á náðir Samverjanna suð- ur þar, en prófa um nætursakir hér í Reykjavík hina marglofuðu ís- lenzku gestrisni, en stórmannlegt verður það naumast talið af okk- ur, né í fullu samræmi við þá lof- gerðarrollu, sem lesa má í ferða- Við matborðið i flugvél Loftleiða. mannapésum um ágæti íslands- byggðar, en fyrir því skyldi engan undra þótt ýmsum þeim, er þannig hafa orðið að hrekjast í kassabíl um hin svörtu hraun Suðurnesja í leit að hvíldarstað, verði ísland í endurminningunni öllu fremur sá nöturlegi „damned rock“ ame- rískra dáta en hið ævintýraprúða undraland bláeygra og bjarthærðra niðja hins norræna kappakyns. Loftleiðir verða vitanlega að halda áfram á þeirri braut að kynna það fyrir útlendingum að Islands sé annað og meira en „bölvað útsker“ og illviðrabæli, til þess að fólk þori að koma hér við á leið sinni milli meginlandanna tveggja, en eins og nú er í pottinn búið virðist mjög vafasamt að hvetja farþega til þess að eiga hér viðdvöl. Fyrir því sýn- ist nú tími til kominn að hinir visu stjórnarherrar geri annað af tvennu, felli hreinlega niður fjár- veitingar til íslenzkrar landkynn- ingar erlendis eða veiti stuðning til bygginga og reksturs gistihúsa og komi hér á sérstökum ferða- mannagjaldeyri, en að síðari leið- in verði fremur valin er ekki ein- FLUG - 31

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.