Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 37

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 37
gagn Flugmálafélags íslands (Rvk. 1939); Flug. Tímarit um flugmál 1946, 1947, 1949, 1953, 1954 og 1. tbl. 1955; Bruce Gould: Fokker flugvélasmiður. Hersteinn Pálsson þýddi (Rvk. 1943); Frank A. Swoffer: Lærðu að fljúga. Helgi Valtýsson þýddi (Ak. 1944); Reglu- gerð um flugið (Rvk. 1949): No- tam 1—5 (15. marz 1950), Notam 5 (15. marz 1950); Notam 9 (12. mai 1950). I skýrslu til mín um orðtökuna segir Baldur eftir að hafa talið upp áður greind rit: ,,Auk þess hefi ég fengið nokk- urt safn úr ýmsum áttum. Helztu námurnar eru þessar: Rekstur loft- fara (vélritaðar reglur) frá Sigfúsi H. Guðmundssyni; Loftferðaregl- ur (vélritaðar) frá Sigfúsi H. Guð- mundssyni; orðaskrá, tekin saman af Sigfúsi H. Guðmundssyni; orða- skrá frá Agnari Kofoed-Hansen; vélritaðar reglur o. fl. frá Sigurði Matthíassyni. I aðalbækistöðvum Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli safnaði ég orðum af eyðublöðum, skýrslum, bréfum, tilkynningum og áletrunum, hlýddi á tal manna og spurðist fyrir. Nokkur orð hefi ég íengið af fjölrituðum plögg- um frá flugumferðarstjórninni í Reykjavík og af viðtölum við Hrafnkel Sveinsson, flugumferð- arstjóra á Akureyri, og Karl Ei- ríkson, skólastjóra flugskólans Þyts í Reykjavík“. Þá getur Baldur þess í skýrslunni, að nokkur orð hafi hann fengið úr útvarpserindi, er Jón N. Pálsson flugvélaeftirlitsmað- ur flutti i þættinum Úr heimi fiugs- ins. Þá hóf Baldur að orðtaka bók um flughreyfilinn, er Jón A. Stef- ánsson flugvélaeftirlitsmaður hefir þýtt. Nefnist bók þessi á ensku Air- craft Powerþlant. Handbook. (C. A.A. Technical Manual No. 107. January 1919). Mun Baldur hafa orðtekið um þriðjung handritsins, en sjálfur tók ég þá við og lauk því verki. Sömuleiðis orðtók ég Veður- frceði eftir ]ón Eyþórsson, tvær greinar um veðurfræði eftir Jón aðra úr Skirni 1919, hina úr Skirni 1927 og fékk auk þess margt veður- fræðiorða úr skrám, er Jón lét mér í té. Um þýðingar orðanna er þetta helzt: Baldur bar þýdda texta sam- an við bækurnar á frummálinu og : / : Eldhúsið úti á velli. Þar sem þoturnar eru þurfa flugmennirnir að vera viðbragðsfljótir. Til þess að flugmennirnir geti veriff fljútir aff borff'a hefir eldhúsið verið flutt út að flugbrautinni á þessum enska flugvelli. FLUG - 35

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.