Herjólfur - 01.09.1940, Page 3

Herjólfur - 01.09.1940, Page 3
VESTMANNAEVJUM f SEPTEMBER 1940 ^esfmannaeijjum. <S/Yú’ 2&ofí Uuðmundsso7i, kennara. Ég hefi verið beðinn um að segja hér eitthvað frá Vestmannaeyjum. Er mér ljúft að verða við þeirri bón, þó að ég verði að byrja mál mitt með þeirri játningu til ykkar, að til þessa verks myndu margir hafa verið mér hæfari, fyrir ýmsra hluta sakir, og þá einkum vegna þess, að ég er ekki innfæddur Vestmannaeyingur, og því ekki eins fróður m margt viðvíkj- andi sögu þeirra og náttúrufræði sem skyldi og sem ég sjálfur hefði helzt kosið. Ég hefi dvalið í Vestmanna- eyjum um sex ára skeið, og get því frekar sagt frá þeim og íbúum þeirra frá sjónarmiði gestsins, eða ferða- mannsins, heldur en frá sjónarhóli hins innfædda manns, sem hefir alizt upp við og þroskast með þarlendu umhverfi og þjóðlífsháttum. Mun ég því velja mér þann kost, að fara sem minnst út í söguleg eða strangfræði- leg efni, en halda mér sem mest að frásögn r.m Eyjarnar, íbúa þeirra og lifnaðarhætti, eins og þeir hafa kom- ið mér fyrir sjónir, við dvöl mína þar. Verða því þau orð, sem ég segi hér, fyrst og fremst að skoðast sem mitt persónulega álit, sem þó auð- vitað stendur og fellur með athyglis- hæfileikum mínum og dómgreind, eða kannske skorti á athyglishæfileikum og dómgreind, en ekki sem neinn óvé- fengjanlegur dómur eða tæmandi rannsókn á verkefninu. Bið ég hátt- virta lesendur mína, og þá sérstak- lega þá Vestmannaeyinga, sem mál mitt kunna að heyra, að virða það á betri veg, sem áfátt kann að verða við frásögn mína. Það mun vera mála sannast um Vestmannaeyjar, að þó að þær séu ekki nema örlítill blettur af okkar litla landi, þá eru þær sá bletturinn, sem einna örðugast mun vera að lýsa, svo að gagni komi, eða að það gefi ókunnugum tæmandi eða sanna og skýra hugmynd, allra sízt í stuttu máli. Á þessum litla bletti er meira samankomið af sterkum og fjöl- breyttum andstæðum, landfræðileg- um, náttúrufræðilegum og þjóð- fræðilegum, heldur en víðast hvar annars staðar á landinu. Flest það, sem finna má í íslenzku landslagi, er þarna að finna. Fjöll, með hrikaleg- ustu hamrabeltum, hraun, eldgígi og hella, sæbrött björg, brimsorfna

x

Herjólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Herjólfur
https://timarit.is/publication/1871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.