Herjólfur - 01.09.1940, Blaðsíða 13
HERJÓLFDR
11
jasshljómleik. Aðgerðarmennirnir og
sjómennirnir fjölmenna þar prúðbún-
ir, og skildi enginn á þeim mönnum
sjá, að fyrir skammri stundu hefðu
þeir verið ataðir fiskslori upp fyrir
haus eða nýsloppnir úr bardaganum
við brimið og rokið. Þarna dansar
fólk úr öllum fjórðungum og flestum
sýslum landsins, því alltaf er margt
að komumanna, sem atvinnu sækir
til Eyja um vertíðina. Sennilega hafa
þau aldrei sézt áður, norðlenzki pilt-
urinn og Austfjarðastúlkan, sem
dansa þarna saman ... en hvað um
það ... það verður heldur ekki á
neinu séð. Frammi í anddyri standa
nokkrir menn í háværum samræðum.
Það er fljót séð og heyrt, að þeir hafa
ekki farið allsendis nestislausir á
dansleikinn, en það er ekki meira en
gera má ráð fyrir á svona nóttum.
Og þó það hendi, að samræðurnar
verði ef til vill helzt til háværar og
gangi jafnvel svo langt, að hnefar
séu látnir skera úr því, hver réttast
hafi fyrir sér, þá jafnast það allt
fljótlega, svona af sjálfu sér, og þeir
hinir sömu skilja sem beztu vinir.
Hljómleikurinn hættir sem snöggv-
ast. Fólkið, sem dansar, nemur stað-
ar og bíður ... Hvað er nú ...
þJngur maður hefir rutt sér braut
upp að leiksviðinu, þar sem hljóm-
sveitin leikur. Hann ætlar að tilkynna
eitthvað, þar er auðséð ... og eftir-
væntingin eykst.
Flöskur og glös.
Vid kaupum daglega lyrst um sinn allar
algengar tegundir af tómurn flöskum og
ennfremur tóm glös af öllum tegundum,
sem frá okkur eru komin, svo sem und-
an bökunardropum, hárvötnum og ilm-
vötnum. —
Áfengisverzlun ríkisins.