Herjólfur - 01.09.1940, Page 4

Herjólfur - 01.09.1940, Page 4
2 HERJÓLFUR Fer frá Reykjavík til Vestmannaeyja hvern miðvikudag og frá Vestmanna- eyjum fimtudag. — kletta og dranga, grænar og gróður- ríkar hlíðar, blásna melhryggi og blágrýtisskriður. Þó er það eitt, sem skortir í þá mynd .. . í Vestmanna- eyjum eru engin vötn, engir lækir, aðeins ein lítil tjörn og smáuppsprett- ur, og mun ég koma frekar að því síðar. Þar er og óvenjulega f jölbreytt fuglalíf, þó að mest beri auðvitað á bjargfuglategundunum. Jurtagróður er og fjölbreyttur, þó að skóg eða kjarr sé þar hvergi að finna. Atvinnuvegirnir eru fjölþættir mjög, fiskveiðar alls konar, fugla- veiðar, eggjatekja, landbúnaður, verzlun mjög mikil og nú á síðari ár- um nokkur iðnaður. Þá mun og svo með íbúana, að þó að margir þeirra séu innfæddir Eyja- menn, þá munu flestar sýslur lands- ins eiga þar sína fulltrúa og fáir af þeim innfæddu munu geta rakið ætt- ir sínar svo í marga iiði, að ekki ber- ist hún eitthvað til annarra héraða. Veldur þar sjálfsagt nokkru um, að fyrr á árum var barnadauði mikili í Eyjum, sökum ginklofans, en niður- lögum þeirrar skæðu veiki hefir þó svo að segja algerlega tekizt að ráða, nú á seinni tímum. Þá verð ég að geta þess, þó að ég muni ekki fara neitt nánar út í það, að saga Eyjanna er hin merkilegasta og sérstæð fyrir margra atburða sak- ir, má þar nefna, að tvívegis hafa erlendir víkingar farið þar um með ránum, og munu flestir lesendur hafa heyrt getið þess, sem stórfelldara var, — Tyrkjaránsins svo nefnda, sem lengi hefir lifað í meðvitund þjóðarinnar, sem einhver stórkostleg- asti og hrikalegasti atburður, er saga vor kann frá að greina. Annars koma Vestmannaeyjar snemma við sögu landsins, meðal annars má geta þess, að þar eru unnar hinar fyrstu blóð- hefndir á íslenzkri jörð, er Ingólfur landnámsmaður Arnarson vegur þar banamenn fóstbróður síns, Hjörleifs, — hina hernumdu írsku menn, er hann hafði til þræla tekið. Og alla jafna koma Eyjarnar mjög við sögur. Þá munu og Eyjamar minnisstæð- ar fiestum langferðamönnum, erlend- um sem innlendum. Þar hafa flestir íslendingar, sem erlendis hafa farið, kvatt fósturjörðina og þar hafa þeir

x

Herjólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Herjólfur
https://timarit.is/publication/1871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.