Herjólfur


Herjólfur - 01.09.1940, Qupperneq 5

Herjólfur - 01.09.1940, Qupperneq 5
HERJÓLFUR 3 af þeim, sem aftur hafa átthaga sinna leitað, fyrst stigið aftur fæti sínum á frónskt land, sumir eftir margra ára dvöl. Mun svo hafa ver- ið sumum þeirra, að þar hafi fyrst ræzt margra ára draumur og þrá, og Eyjarnar þeim því æ síðan verið hin- ar kærustu. Þar hefir og fjöldi er- lendra gesta fyrst komizt í kynni við íslenzkt landslag, þjóðhætti og nátt- úrulíf, enda les maður fáar ferða- sögur um Island, svo að maður sjái þeirra þar ekki rækilega getið. Þeir ferðamenn, sem hafa verið svo heppnir, að koma til Vestmanna- eyja í góðu veðri, munu flestir sam- mála um það, að landið muni ekki geta kosið sér betri fulltrúa til að fagna gestum þess en einmitt þar, sem Eyjarnar eru. Sérstaklega að vori og sumri er þar fegurð mikil og sérkennileg og litaauðgi landslagsins svo mikil og sterk, að óvíða mun eins annars staðar á landinu. Þegar inn á höfnin er komið, rís Heimaklettur snarbrattur úr sjó á aðra hönd, en á hina blasir við kaupstaðurinn, með Heigafelli í baksýn, rólegt og tignar- legt að svip. Hafa sumir erlendir ferðamenn, sem víða hafa farið og flest það séð, sem fegurst þykir um heim, látið svo um mælt, að fátt hafi hrifið þá eins og fegurð Vestmanna- eyja. Vil ég máli mínu til sönnunar benda á blaðaummæli Ralfs, söng- stjóra sænska stúdentakórsins, sem hér var fyrir nokkrum árum. Líkti hann Vestmannaeyjum við fegurstu staði Evrópu, svo sem Capri. En þeir, sem verið hafa miður heppnir með veður, hafa séð aðra sjón, sem þeim hefir þó ekki orðið síður minnisstæð, hrikaleik brimsins við klettana og handtök hinna Vest- mannaeysku sjómanna í orustunni við stormæst haf, bæði við skipshlið og á leið til lands. Bera frásagnir þeirra vott þess, að þeim hefir mikið til fundizt. Mundi Vestmannaeying- um sjálfum oft kenna þar nokkurr- ar ýkni, því að þessi barátta er þeim svo venjuleg, svo daglegur þáttur í lífi þeirra, að þeir sjálfir sjá þar ekk- ert hetjulegt við. Vestmannaeyjar, en svo nefnist einu nafni dreifð þyrping eyja og LEIKNIR Vesturgötu 11. Sími 3459. Vidgerdir á öilum skrifstofuvélum. Kaupir notadar vélar. Guðlaugur Magnússon GULLSMIÐUR Sími 5272. — Laugavegll. — Sími 5272. ðslenzkur silfurbordbúnaður. Trúlofunarhringar. Sent gegn póstkröfu um allt land. —

x

Herjólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Herjólfur
https://timarit.is/publication/1871

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.