Herjólfur - 01.09.1940, Page 6
4
HEBJÓLFUR
(fj2JUj.LSt
og flytjið
vörur yðar með
strandferðaskipunum.
Skipaútgerð ríkisins.
klettadranga, liggja úti fyrir suður-
strönd landsins. Sú eyjan, sem næst
er landi, heitir Elliðaey, og er hún
um það bil sjö kílómetra að fjarlægð
frá ströndinni, en frá Heimaey, einu
eynni sem byggð er, og til lands, er
fjarlægðin tæpir tíu kílómetrar.
Heimaey er sú eina sem nokkurt
undirlendi hefir, hinar eru allar háar
úr sjó og sæbrattar mjög, eru þær
nefndar Úteyjar í daglegu máli, eru
sumar þeirra rösklega 160 metrar á
hæð yfir sjávarmál, en aðrar nokkru
lægri. Hæsta f jallið eða tindurinn á
Heimaey er Heimaklettur, eii hann
er 283 metrar á hæð. Lengsta lína,
sem hægt er að ná yfir Heimaey, er
7 kílóm. og mundi liggja frá norð-
austri til suð-vesturs, en breidd henn-
ar, þar sem mest er, eða frá austri
til vesturs, er nálægt 3 kílóm. Heima-
ey er mjög fjöllótt að norðan og
nokkuð að austan. I norðaustur af
henni gengur klettarani einn mikill,
er það Heimaklettur, Miðklettur og
Yztiklettur, er hann tengdur við aðal-
eyna með lágu malareyði, en milli
kletta þessara og aðaleynna gengur
vík og breikkar heldur frá hafi. Þar
er höfnin og stendur kaupstaðurinn
í lægð að sunnanverðu við vík þessa.
Það er einkennandi fyrir eyjar og
hamra í Vestmannaeyjum, að efst
eru þau flest grasi vaxinn, þó að
hamrahliðarnar séu til mikils of
brattar, til þess að þar geti gróður
fest. Eru hlíðar flesta þeirra um
það bil lóðréttar, auðsjáanlega brota-
fletir, sem myndast hafa við stór-
kostleg jarðsig. Víðast hvar er berg-
ið móberg, en sums staðar sjást þó
blágrýtislög og molaberg. Þarna hef-
ir svo bjargfuglinn aðsetur sitt í tug-
þúsundatali, en lundinn, skrofan og
sæsvalan búa í grastónum hið efra,
þar sem þau hafa jarðveg til að grafa
í holur sínar. Uppi í grasflákunum á
fjöllum Heimaeyjar og einnig úti í
stærstu Úteyjunum, gengur sauðfé
Eyjabúa. Er flest af því tekið heim
og haft í húsi nokkurn hluta vetrar.
Ekkert vatn er í Úteyjum, annað en
rigningavatn, frekar en á Heimaey.
Þá hefi ég nokkuð leitast við að
lýsa landslagi Eyjanna. Mun ég nú
reyna að bregða upp fyrir hugskots-
sjónum lesenda minna, ..nokkrum