Herjólfur - 01.09.1940, Page 10

Herjólfur - 01.09.1940, Page 10
8 HERJÖLFTJR Be rnh. Petersen REYKJAVÍK Símar 1570 (tvcer lír.ur) Símnefni: BERNHARDO. ‘Efcaupi: 'pff/lai’ iegunc/ír af Sf ýsí. ffToluð íóm (Zíkaiföt\ <§>/á//unnuv og <Sí/darZunnuv. þarna úti í næturhúminu. Innan skamms bregður fyrir björtum ljós- glampa um borð í einum bátnum. Þar hefir verið kveikt á kyndli og er það merki þess, að nú sé klukkan komin, það er að segja, að kominn sé sá tími, er bátarnir megi halda út á fiskimið- in. Eftir þessu merki hefir fólk það, sem á landi stendur og skipverjar bát- anna verið að bíða. Samstundis hækka vélaslögin á ný ... bátarnir halda til hafs á fullri ferð .. . sumir til austurs, aðrir hverfa fyrir klettshorn- ið til vesturs ... ljós þeirra dreifast og hverfa ... vélagnýrinn f jarlægist og deyr út . .. Og fólkið, sem beðið hefir á Skansinum, eftir þessum at- burði tínist aftur heim til sín ... Svo líður nóttin og dagur hefst á ný. Þó logn hafi verið fyrri hluta nætur er kominn þéttingskaldi á aust- an með morgninum, og fer hann vax- andi eftir því, sem á daginn líður. Um hádegisbilið er þegar kominn snarpur stormur og sjór tekinn mjög að auk- ast. Um tvöleytið koma fyrstu bát- arnir að. Þeir eru vel fiskaðir og nú taka þeir að koma hver af öðrum. Það er orðið æði mannmargt á bryggjunum, þrátt fyrir rokið. Margt af því eru menn, sem koma þangað starfs síns vegna, en þó einnig margt af öðrum, sem koma þangað til þess að sjá, hvernig afiast hafi. Ber mjög á drengjum og öðrurn ungmennum í þeim hóp . . . sumir af þeim eru með skólatöskur sínar með sér . .. hafa ekki tekið sem bezt eftir öllu því, er kennari þeirra var að segja þeim í síðasta tíma, því hugur þeirra hefir allur verið við það, að nú væru bát- arnir að koma að, ef til vill sökk- hlaðnir af vænum og fallegum fiski. . .. Hvað varðar þá líka um búskmenn og hottentotta eða eitthvað kannske enn fjarlægara og torskildara, þessa tápmiklu drengi, og það einmitt þeg- ar feður þeirra eða frændur eru að koma úr róðri . .. Þeir ætla sér hvort eð er ekki að ferðast til Afríku ... Nei, þeir ætla að feta í fótspor feðra sinna. Verða sægarpar og fiskimenn. Það eru bátarnir og fiskurinn, sem á hug þeirra allan. Þess vegna hafa þeir ekki einu sinni gefið sér tíma til að fara heim til sín í leiðinni úr skólanum og losa sig við töskurnar

x

Herjólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Herjólfur
https://timarit.is/publication/1871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.