Herjólfur - 01.09.1940, Page 11
HERJÖLFUR
9
eða að fá sér hressingu .. . þeir hafa
hlaupið beina leið niður á bryggju til
að skoða fiskinn.
Og innan stundar eru bryggjurnar
þaktar fiskkösinni, sem hent er upp
úr bátunum. Allt er atað í blóði og
slori .. . mennirnir, sem standa við
kasirnar og kasta fiskinum upp á bíl-
ana .. . bílarnir, sem ösla innan um
þær og fara hverja ferðina af ann-
arri upp að aðgerðarhúsunum, hlaðn-
ir fiski. . . Og strákarnir, sem klöngr-
ast yfir fiskinn niður í bátana og síð-
an bát úr bát. Þeir eru að vísu í
skólafötunum, sumir hverjir ... en
það er ekki svo gott að verjast slor-
slettunum, og auk þess heyrir það
blátt áfram til, að upprennandi sjó-
mannaefni, séu svolítið slorug .. .
Þeir af fullorðnum mönnum, sem
þarna eru staddir á bryggjunum, í
sama augnamiði og drengirnir, sem
sé aðeins til þess að skoða aflann,
eru léttir á svip, þegar þeir sjá hversu
mikið af fiski kemur upp úr bátun-
um. Flestir þeirra hafa stundað fisk-
veiðar, einhvern hluta æfi sinnar, ef
til vill mestan hluta hennar, þó þeir
séu nú, elli eða annarra orsaka vegna,
hættir að heyja hildi við Ægi konung,
og leita gulls í greipar hans. Með sömu
gleði og dalabóndinn lítur yfir fjár-
rétt, troðna af lagðfögru og feitu fé,
líta þeir yfir þorskinn á bryggjunum.
Rokið eykst jafnt og þétt, svo ill-
stætt fer að verða á bryggjunum
fyrir sjóroki, nema því betur hlífðar-
klæddum mönnum. Enn eru þó ekki
allir bátarnir komnir að. Það fer að
verða illfært inn leiðina, en svo er inn-
siglingin um Víkina venjulega kölluð,
ef nokkuð versnar í sjó.
Og enn streymir fólk út á Skans-
inn. 1 gærkvöldi fór það þangað til
þess að sjá bátana leggja út á fiski-
miðin í kyrru veðri og lygnum sjó.
Nú fer það þangað til að horfa á þá
síðustu þeirra leita til hafnar í ofsa-
roki og brimæstum sjó.
Særokið lemur andlit þess, þar sem
það stendur og starir út á Víkina.
Þarna sést til tveggja báta koma fyr-
ir Klettinn. Þeir fara langt frá hon-
um, til að forðast brimrótið og frá-
kast þess. Svo leggja þeir inn á Vík-
ina. Særótið byltir þeim til, og stund-
Mmím CIIÐI8. VIKA8
Laugaveg 17. — Reykjavík.
Venjulega úrval af
innlendum og erlendum
fataefnum. Vöndud vinna
Gjörið svo vel og líta inn ef þér eruð á ferð
Prenimyndagerðin
ÓEafur J. Hvanndal
Laugaveg 1. Sími 4003. Símn.: Hvanndal.
Fyrsta prentmyrtdagerd landsins
Búum til allar Prent-
myndir i öllum stcerdum.
20 ára reynsla. Adeins vönduð vtnna.