Herjólfur - 01.09.1940, Síða 12
10
HERJÓLFUR
r7/oí/ð
emgoncfu
CAMP
eldspýtur
^jDLSt aíhtobúX
um virðist sem bylgjurnar ætli að
grafa þá í skauti sínu með öllu. En
áfram halda þeir. Þarna má engu
muna, vélin, báturinn og maðurinn,
sem við stjómvölinn stendur, verða
að vera ein traust og samvirk heild
ef vel á að fara. Brimrótið skellur við
snarbratt bergið, öðrumegin Víkur-
innar og að klöppum og flúðum
hinu megin. Við hliðið milli hausa
hafnargarðanna er þó hættan einna
mest. Það bil er mjótt og þar má engu
skeika, svo brimið hrifsi ekki bátinn
í greigar sínar og moli hann við garð-
ana. Þegar þar að kemur hægja bát-
arnir dálítið á ferðinni og bíða lags
... lagið kemur, vél þess bátsins, sem
nær er bilinu, er knúð á fulla ferð
og innan skamms er hann kominn í
traust var innan garða.og heldur nú
upp að bryggjunum. Sá næsti bíður
annars lags, hagar ferð sinni vel og
allt fer á sömu leið.
Loks eru allir bátarnir, er í róður
lögðu um nóttina, komnir aftur heilu
og höldnu til hafnar ... nema tveir.
Enn dokar fólkið við nokkra stund
á Skansinum. Nú fer'að dimma og enn
eykst sjór. Gamall og reyndur sjó-
maður, er þarna stendur, hefir orð á
því, að þýðingarlaust muni að bíða
lengur ... Leiðin sé nú ófær. Áhorf-
endurnir dreifast og halda heim til
sín. Á leiðinni heim mæta þeir fólki,
sem spyr, hvort það viti um bátana
... jú, þeir eru allir komnir að, nema
tveir. Svo eru sögð nöfn þeirra . .. og
innan skamms vita allir í bænum, að
enn eru tveir bátar ókomnir úr róðri
og Leiðin er talin lítt fær.
Myrkrið færist yfir. I aðgerðarhús-
unum vinna landmennirnir af kappi
við að gera að þeim afla, sem á land
hefir borist. Þaðan hljóma hlátrar,
mas, fyrirskipanir og allskonar kliður
út á forugar og myrkar göturnar.
Það er landlega fram undan, en það
þýðir sama og að í kvöld verði dans-
leikir haldnir í samkomuhúsum bæj-
arins. Ef til vill eru menn þegar farn-
ir að ræða um þá skemmtun, sem þar
kunni að bíða þeirra og stríða hver
öðrum í því sambandi.
Kvöldið líður og nóttin dettur á.
Enn er veðrið líkt og það var.
I samkomuhúsum bæjarins er dans-
inn stiginn af kappi eftir dynjandi