Herjólfur - 01.09.1940, Page 14

Herjólfur - 01.09.1940, Page 14
12 HERJÓLFUR Svo kemur það. Hann tilkynnir mönnum hárri röddu, að bátarnir, sem saknað var, séu nú komnir að heilu og höldnu. Gleðikliður fer um salinn. Hljómsveitin byrjar aftur að leika, með meira fjöri en nokkru sinni fyr. Og nýtt líf færist í dans- inn. Það er sem fargi sé af öllum létt. ... Bátarnir eru allir komnir að. Ég vil aðeins geta þess í þessu sambandi, að ég hefi oft orðið þess var, að menn, ókunnugir í Eyjum, halda að þar sé mjög mikið um vín- drykkju og slark á vertíðinni. Það er að vísu satt, að þar er drukkið mikið meira en gott má teljast, en ég held þó, að menn haldi það meira, en það er í raun og veru. * Ég hefi nú reynt að bregða í fáum dráttum upp mynd af vertíðardegi í Vestmannaeyjum. Vertíðin er sá tími árs, sem mest er sérkennandi fyrir líf Eyjaskeggja, en þó er þar margt fleira, sem gaman er að athuga og vel þess vert. Mun ef til vill gefast tækifæri til þess síðar, að gera því nokkur skil. Klæðaverzlun 0. Andersen & Sðn STOFNSETT 1887. Aðalslræti 16. Sími 3032. Reykjavík. Fyrsta flokks saum og fataefni, eft- ir nýjustu tízku. — Árni úr Eyjum: Eg elska hafið — — Saga um bílferð — — Ertu fullur, manni? Þessir ósvífnu, litlu þorparar, sem senda heiðarlegu fólki tóninn úti á götu! Áður en ég hefi til fulls áttað mig, sé ég lítinn, rauðhærðan prakk- ara hverfa fyrir næsta horn. Það er komið kvöld, júníkvöld, eða a. m. k. segir klukkan, að kvöld sé komið, þótt eigi sé það í samræmi við sólroðið asfalt strætanna. — Ertu fullur, manni?! Ekki nema það þó! Eg er kannski agnar- lítið mjúkur, — en drottinn minn, er þetta nokkuð uppeldi! Þessi krakka- grey, sem eru alinn upp á götunni, — við hverju er svo sem að búast af þeim? Og allt í einu er ég farinn að brjóta heilann um hið mikla vandamál, uppeldið. Hvað gagna þeir okkur nú, Jón Lokkur, Rússó og Pestalossi eða hvað þeir nú heita, allir þessir panfílar í útlandinu, — þar sem heiðarlegir skattgreiðendur í þjóðfélaginu fá ekki frið fyrir hinni uppvaxandi kynslóð á götum úti? Það er klappað á öxlina á mér og boðið gott kvöld. Ég hrekk upp úr mínum merkilegu hugleiðingum og sný mér snöggt við. — Nei, er það ekki Jón Kokkur lifandi kominn! Jú, reyndar er það hann. Ég kynntist honum fyrir mörg-

x

Herjólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Herjólfur
https://timarit.is/publication/1871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.