Herjólfur - 01.09.1940, Page 16
14
HERJÓLFUR
Slippfélagið
í Reykjavík
Símar: 2309 - 2909 - 3009
SÍMNEFNI: SLIPPEN
Hreinsum, málum, fram-
kvœmum aðgerðir á
stœrri og minni skipum.
Fljót og góð vinna.
Speí&ð íííóoða hfú oss,
dðui’ ert þéc faríð annað.
I fyrstu rákum við upp stór augu,
öldungis forviða, en þegar hann gerði
þetta að kappsmáli, urðum við vitan-
lega öskuvondir, og héldum, að hon-
um kæmi lítið við, hvað við rauluð-
um okkur til gamans. Jón vitnaði í
skoðanafrelsispraragraffinn, minnt-
ist meira að segja á prentfrelsi og
trúfrelsi, — en ekkert stoðaði.
Ég gat ómögulega skilið, hvað að
manninum gengi. Að vísu þekki ég
það, að viss lög eða textar geta „far-
ið í taugarnar" á fólki, — en þetta
var engu slíku líkt, það var eins og
sálarvelferð mannsins væri í húfi.
— Hvern djöfulinn ætlið þið elskið
hafið — eða hvaða ástæðu þykist
þið hafa til þess? hreytti hann út úr
sér. Þið hafið sjálfsagt aldrei á sjó
komið, og vitið ekkert, hvað þið eruð
að segja.
Það leyndi sér ekki, að maðurinn
var fullur. — Ég tók upp þykkjuna
fyrir mitt haf, sem ég þykist hafa
elskað, frá því að ég var barn. Ég
var rétt í þann veginn að uppbyrja
fræðilegt erindi um hagnýta þýðingu
hafsins fyrir hina íslenzku þjóð, um
endurreisnina, sem byggð væri á fisk-
veiðunum, — þegar mér æði frunta-
lega er sagt að halda kjafti.
Jón og Gvendur tútnuðu út af
vonzku fyrir mína hönd, og Jón spyr
manninn stutt og laggott, hvort hann
vilji slást. Já, hann heldur nú það —
hann skuli „lakka“ okkur til, alla með
tölu.
Nú byrjar Gvendur á ný: „Ég
elska hafið æst —“, ofurlítið hjá-
róma — og ég veit ekki hvaða vernd-
arengill stýrir flöskunni, sem nú
kemur fljúgandi, fram hjá hausnum
á Gvendi, og upp í horn.
Maðurinn var nú sýnilega yfir sig
vondur, og félagi hans, er hjá hon-
um situr, grípur yfir um hann og
reynir að halda honum í skef jum. —
Bað hann okkur jafnframt blessaða
að hætta þessum söng.
Gvendur Páls, sem ekki hafði til
fulls skynjað, hver voði honum hafði
verið búinn, bauð nú f jandmanni sín-
um í heiðarlegan slag að Álafossi —
maður á móti manni. Kvaðst hann
mundi gera hann að spítalamat á
fimm mínútum.
Þegar út úr bílnum kom, var þar