Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 1

Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 1
Heiðarbúinn Blað vegavinnu- og varðmanna Ritstjórar: Kristm. Bjarnason Stgr. Bernharðsson I. árg. Öxnadalsheiði, föstudaginn 26. júlí 1940. 1. tbl. Inngangsorð. Okkur undirrituðum hefir komið til hugar að gefa út blað hér á Öxnadalsheiði. í fyrstu var þetta aðeins óljós draumur hjá okkur, en hann hefir nú fengið á sig veruleikablæ. Það orkar varla tvímælis, að það er ýmsum vandkvæðum bundið að halda út blaði og fást við ritstörf eftir 10 stunda vinnudag, sjá fyrir efni í það, útgáfu þess o. s. frv. En með hjálp og velvild allra góð- gjarnra manna, mun þetta engan veginn reynast ókleift. Við drepum nú lauslega á útgáfu blaðsins og tilgang. Ætlunin er, að blaðið verði les- öndum sínum ofurlítið skemmtiat- riði og andleg hressing að afloknu dagsverki, veiti þeim stundar ánægju og — að lokum — væran blund með brosi á vör. Megi þetta takast er tilgangi okkar náð. Efnið munum við reyna að hafa sem mest við allra hæfi. Sögur, frumsamdar og þýddar, kvæði og sniðugar lausavísur ásamt ritgjörð- um um ýmiskonar efni. Blaðið verð- ur og væntanlega með myndum öðru hverju. Við höfum þegar tryggt okkur kvæði og kviðlinga hjá nokkrum snjöllum hagyrðingum. En Heiðarbúinn vill tryggja sér and- lega starfsorku starfsbræðra sinna, vegabóta- og varðmanna, að þeir fleygi frá sér, öðru hverju, svipu eða skóflu og gerist andlegir vega- bótamenn. Við skorum nú á alla þá, sem þessu málefni unna, að kaupa blað- ið og senda Heiðarbúanum smásög- ur, kvæði og annað það, er hann þarfnast sér til andlegs vaxtar og viðhalds. Eftir því, sem við bezt vit- um, er þetta fyrsta blaðið hér á landi, sem unnið er að á fjöllum uppi. Og án efa er tjaldið okkar óbrotnasta „ritstjórnarskrifstofa“ i veröldinni! Ritstjórarnir eru og alóreyndir blaðamenn. Ef til vill á það fyrir Heiðarbúan- um að liggja að slíta barnsskónum og verða stór, verða frumrót að blaði, sem hefir sama mark og mið. En það er framtíðarinnar að skera úr því. . Það er forn siðvenja hjá okkur ís- lendingum, að taka vel á móti lang- ferðamönnum, ekki sízt, ef þeir koma af heiðum ofan, og bjóða þeim til stofu og veita góðan beina. Heiðarbúinn væntir góðrar gest- risni byggðarmanna og ekki síður hjá „starfsbróður sínum!“ hátt upp til heiða. Enn sem komið er, höfum við eigi ákveðið að gefa blaðið út, nema á meðan unnið verður á Öxnadals- heiði. Hversu lengi vinna verður hév i '/? i /, Q V . v\ ~ JL '& ö i c_3 ri T. f- T.tti '

x

Heiðarbúinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heiðarbúinn
https://timarit.is/publication/1874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.