Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 7

Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 7
HEIÐARBÚINN 7 lifað. En, það var draumur að gefa svona ungum og laglegum strák undir fótinn! Við lékum tennis og stálumst öðru hverju til London. í hvert skipti er eg sá hann yngdist eg upp og mig þyrsti í æfintýri. Reynsla og skilningur eiginkonunn- ar laut í lægra haldi. Lee gerði ekkert til þess að taka mig á löpp fyrstu dagana. Hvers vegna ekki? Eg þráði kossa hans. Og þegar hann að síðustu kyssti mig varð ég hvorki undrandi eða móðg- uð. Það var óhjákvæmilegt að hann fengi það. Hann kyssti mig í fyrsta sinni kveld nokkurt, er hann fylgdi mér heim frá leikhúsinu. Við stóðum í anddyrinu og hvísluðumst á. Það var dimmt í húsinu. Jack og börnin voru sofnuð. Blíður kveldblærinn, ang- andi af sýringum, lék um okkur í kveldhúminu. Eg andvarpaði. Var eg nú 16 ára og Lee fyrsti pilturinn, sem fylgdi mér heim af dansleik eða úr boði? „Góða nótt, Marion“, sagði hann blíðlega. í því að eg rétti honum hönd mína þrýsti hann mér að sér og kyssti mig. Svo hljóp hann burtu. Eg gat ekki sofið þá nótt. Eg var í æstu skapi. Að lokum ákvað ég, að slíkt mætti ekki koma fyrir aftur. En þegar Lee kom kveldið eftir bar hann þetta í tal. „Marion“, sagði hann auðmjúklega, „eg bið þið afsökunar á þessu í gærkveldi. En þú varst svo yndisleg, svo sæt. að eg missti alveg vald á mér. Eg mun ekki láta slíkt koma fyrir aftur“. Eg gleymdi þeirri ákvörðun minni að ávíta hann alvarlega fyrir dóna- skapinn, mér féllust hendur. „Yndisleg og sæt!“ Þótt eg væri 33 ára og þriggja barna móðir, var ég bæði „yndisleg“ og „sæt“ í augum ungu piltanna. Eg var bæði þakklát og stolt. Það, sem eftir var kveldsins rædd- um við um leikinn, sem við höfðum séð kveldið áður. „Þú gerir þetta allt svo ljóst og lifandi“, andvarpaði eg. „í raun og veru vil eg heldur hlusta á þig ræða um leiki heldur en að fara sjálf og sjá þá“. Lee brosti og saug vindlinginn með ákefð og sagði að lokum: „Marion, þekki eg þig nógu vel til þess að biðja þig bónar?“ „Auðvitað, Lee. Hvað var það?“ sagði eg hvetjandi. „Eg hefi verið að hugsa um, hvort þú gætir ekki fengið nokkrar konur til þess að hlusta á erindi mín um sjónleika. Þú sérð, að eg, að eg — eg — verð að gera eitthvað til þess að hafa ofan af fyrir mér. Helzt vildi eg halda fyrirlestra. „Auðvitað“, hrópaði eg með barns- legri ákefð. „Láttu mig um það, Lee. Þú getur haldið fyrirlestra heima!“ Lee þrýsti vinalega hönd mína. „Þú getur ekki trúað hversu þakk- látur eg er þér“, sagði hann og leit beint í augu mér. Eg roðnaði eins og saklaus skólatelpa. (Framhald í næsta blaði). Prentverk Odds Björnssonar.

x

Heiðarbúinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heiðarbúinn
https://timarit.is/publication/1874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.