Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 4

Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 4
4 HEIÐARBUINN göngurnar. Stefán svaraði: „Nei, nei, ekki nema svolitlum bita“. Guðmundur spólurokkur og Guð- mundur snemmbæri unnu saman við mótekju. Spólurokkur tekur nú að glettast til við þann snemmbæra og segir: „Nú heyri eg kálfsa baula, Gvendur minn!“ Mikið er, að þú skulir heyra það fyrir rokkhljóðinu", anzaði Guð- mundur. Hersilía Sveinsdóttir á jörðina „Hóll“ í Tungusveit. Bónda á hún engann. Um Hersilíu orti Jóhann bóndi að Mælifellsá: Hóllinn getur gæði veitt — gull á báðar hendur. En Hersu vantar aðeins eitt: Ungan mann sem stendur. Drottinn og dyggðirnar. Einu sinni ákvað Drottinn að halda veglegt gestaboð í himnasöl- um sínum. Hann bauð öllum dyggðunum og var hópurinn hinn glæsilegasti. Eng- um herramanni var boðið. Dyggðirnar komu allar, bæði þær, sem voru af háum stigum og sömu- leiðis þær, sem voru af láum stig- um. Skyndilega sá Drottinn, að tvær dyggðanna þekktu ekki hvora aðra. Hann gekk til þeirra og kynnti þær. Önnur nefndist Hjálpsemþ en hin Þakklátssemi. Dyggðirnar urðu mjög hissa, því að öll þessi ár, sem heimurinn hefur staðið, var þetta í fyrsta skipti, sem þær hittust. Um daginn og veginn. Eftirfarandi vísur orti Magnús Gíslason, Vöglum, Skagafirði: Ástin lifa lengi má ljúf, á milli vina. Meðan hún rekst ekki á eiginhagsmunina. Vors er talar tunga á ný — takast skal að sanna. Lifnar falinn eldur í æðum dalamanna. Margur leitar langt úr stað, lukkunni að sinni, gangi illa að greina það góða í nálægðinni. Bókamenn og lestrarfélög! Gjörið svo vel að athuga, hvort ekki borgi sig bezt að láta mig annast um bindingu á bókum yðar. Menn geta valið um skinn eða léreft, gyllt eða ógyllt. — Traust og vönduð vinna. — Mjög sann- gjarn verð. Jón Sigfússon, Vöglum, Skagafirði.

x

Heiðarbúinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heiðarbúinn
https://timarit.is/publication/1874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.