Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 3

Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 3
HEIÐARBÚINN 3 Allt í gamni, góði. Undir þessari fyrirsögn mun Heiðarbúinn framvegis flytja sannar skopsögur. Hann biður þá einstak- linga, sem drepið er á, að móðgast eigi, en taka þetta allt í gamni. Ólafur er maður nefndur, óðals- bóndi á Starrastöðum í Skagafirði. Hann er með afbrigðum fljótfær, og verður honum margt tvírætt af munni. Eitt sinn skyldi Ólafur flytja Bald- vin Jónsson, þáverandi verzlunar- stjóra, út á Sauðárkrók. Vetur var á og ísalög mikil. Ólafur átti sleða, amerískan, og flutti verzlunarstjórann á honum. Sleðar þessir eru þannig gerðir, að þeir eru í rauninni tveir, tengdir saman sín á milli. Ólafur hafði hnakkhest í förinni og sátu þeir Baldvin á honum til skiptis. Er þeir voru skammt á veg komn- ir, mættu þeir stúlku, sem biður um sæti á sleðanum til Sauðárkróks. Þeir félagar brugðust vel við bón hennar. Rétt í því, að þeir leggja aftur upp, losnuðu sleðarnir úr tengslum, en brátt var því kippt í lag og náðu þeir til ákvörðunarstað- ar. Ólafur var spurður, hversu ferð sú hafi gengið og sagðist honum þannig frá: ,,Er við höfðum skammt farið hittum við stúlkutetur, sem bað um far. Við Baldvin tókum hana. Fyrst reið eg og svo reið Baldvin, en er ég var aftur kominn í bezta gengi að ríða þá slapp bolt- inn úr“. Maður nokkur, sem kunnastur er undir nafninu Marka-Leifi, sagði þannig frá slysi: „Jónas gamli í Bröttuhlíð meiddi sig mikið, datt á tré í kjallaranum, rak upp hljóð um leið og meiddi sig þarna á honum en ekki mér“. Brynleifur Tobiasson þykir gáfað- ur en „obboð sérlegur kumpán“. Hann er, sem kunnugt er, kennari á Akureyri. Gerir hann mikið að því að segja fyrri hluta orða eða setn- inga og láta nemendur botna. Eftirfarandi samtal fór fram í kennslustund hjá honum. Brynleifur: „Þúfnavallaþórunn, kom her, kom her! — Hvers konar her hafði Friðrik mikli?“ Þórunn hugsar sig vel um og segir: „Vopnaðan“. Brynleifur: „Nah, nah! Fari þér, fari þér! -— Skarphéðinn, kom her. Jóhann Gutenberg fann upp prent- list-“ Skarphéðinn: „ina“. Brynleifur: „Pappírinn var búinn til af. .. .“ Skarphéðinn: „Persum“, Brynleifur: „Nein, nein, af tusk- um“. í göngum. Maður nokkur spurði Stefán, bróð- ur Ólafs, sem fyrr er getið, hvort hann hefði slátrað heilu lambi í

x

Heiðarbúinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heiðarbúinn
https://timarit.is/publication/1874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.