Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 5

Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 5
HEIÐARBUINN 5 Æska í ellinni. SMÁSAGA. (Þýtt úr ensku). Margar konur verða önuglyndar af því, að þær giftast svo seint — eða alls ekki. En of bráð gifting hefir og oft slæmar afleiðingar. Það hefi eg sjálf reynt. Reynsla mín getur, ef til vill, orðið ykkur gott veganesti. Þegar mér verður litið yfir liðna æfi mína, finn eg, að eg hefi aldrei lifað æsku ungu nútíma stúlkunnar. Þegar eg var um 15—16 ára aldur- inn, kúrði eg heima í staðinn fyrir að fara í boð eða á dansleiki eins og jafnöldrur mínar. Eg gaf mig alla við kvennaskólanáminu og hafði ímugust á léttúð og hvers konar glaðværð. Eg var vön að leika á slaghörpuna, lesa, og tala um lífið með alvörugefni við móður mína og vinkonur hennar. Gagnvart ungu piltunum var eg gjörólík því, sem unga stúlkan er yfirleitt. Flestar stelpurnar, sem eg þekkti, höfðu þetta tvo eða þrjá stráka í takinu, og skjótar voru þær til skiptanna. Eg hræddist þetta. Með lífsreynslu þeirri, sem mér hefir hlotnast, hefir mér skilizt, að það sé þó engan veg- inn rangt, að ungar stúlkur séu dá- lítið út á við — já, — að þær gefi fleiri piltum undir fótinn áður en þær velja sér þann einasta eina. Það kennir þeim að greina sauðina frá höfrunum. Það fullnægir hinum náttúrlegu, rómantízku kröfum æsk- unnar. Þetta er og eins eðlileg frum- hvöt hjá æskunni eins og glatt sól- skinið er óaðskiljanlegur eiginleiki vorsins. Eg tók lífið hræðilega alvarlega í þá daga! Eg fann, að eg myndi ekki lengi leika lausum hala en giftast að fyrsta ástareldinum tendruðum. Og svo varð Jack Lennon á vegi mínum. Eg var þá á 17. árinu og varð bál- skotin í honum. Hann var þrem ár- um eldri en eg, hár, með einbeittan svip og alvarleg, dökk augu. Og hann varð skotinn í mér. Eftir litla við- kynning bað hann mín og eg tók honum þegar. Ó! Hvað ég var ung og reynslusnauð, aðeins stelpu - hnokki á 17. ári! Og eg ætlaði að taka að mér húsmóðurstörf! Pabbi og mamma stóðu á öndinni þegar ég tilkynnti þeim, að við Jack ætluðum að gifta okkur, og það án tafar! „Guð komi til, barn“, sagði móðir mín. „Njóttu lífsins nokkur ár enn. Nógur er nú tíminn fyrir heimilis- annirnar!“ Eg gaf hvorki mótbárum hennar né ráðleggingum nokkurn gaum. Þetta kveld er eg lá í örmum Jack’s og hann kyssti mig og hvíslaði að mér ástarorðum, byggðum við loft- kastala í landi eilífrar sumarsólar. Við gátum ekki verið að fresta gift- ingunni! Við þráðum, „að mega njóta æskunnar og fá að vera sam- an“. En þar eð foreldrar mínir möld- uðu ávalt í móinn, hljóp eg brott með Jack.

x

Heiðarbúinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heiðarbúinn
https://timarit.is/publication/1874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.