Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 2

Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 2
2 HEIÐARBUINN veit Guð einn og svo ef til vill vega- málastjóri. Áskrift blaðsins verður kr. 3.00. Bréf til Heiðarbúans er bezt að senda með langferðabifreiðum B. S. A. eða Steindórs. Þær bifreiðar staldra hér við daglega. Heiðarbúinn flytur svo öllum vænt- anlegum lesöndum sínum kærar kveðjur og óskar eftir línu áður en langt um líður. Kristmundur Bjarnason. Steingrímur Bernharðsson. Þráin. Á saknaðarvængjum sála mín flýr um svartnættis þögula geyma. Hún ætlar sér þangað, sem ást hennar býr, ‘hún ætlar að láta sig dreyma. Eg kem til þín, vinur, í kveld er eg þreytt og kærleiks og blíðu vil njóta, sem ást þín mér hefir svo oftsinnis veitt þá allt sýnist vera að þrjóta. ©g_ saman við fljúgum frá sorgum og neyð til sólguðsins ljómandi heima. Ástin og vonirnar vísa okkur leið, og vetrinum skulum við gleyma. Hann, sem að ógnaði æsku og þrá með ískulda, myrkursins þunga. Nú fáum við brosandi sólina að sjá og samgleðjast vorinu unga. Eftirfarandi erindi eru ort eftir lestur bóka Guðmundar Daníelssonar frá Guttormshaga: Gekk eg um listigarðinn Gvendi — frá Haga — með sá þar málblómstur marglit, misjafnt var líka féð. Þar voru síðlagða sauðir, saklaus lömb — fædd í gær, kumrandi, hornprúðir hrútar, heimsvanar, blæsma ær. Nautgripir voru þar vænir, viðrini og mjólkandi kýr. Klámfengnir kynbótatuddar, kálfar — aðskotadýr. Öllu ægði þar saman, og allir í hamingjuleit. En hamingjan reynist oft hnöttótt, og hún var það þarna í sveit. Því Símon fór á fristirinn og fiðluna sína braut. En Hrafn lenti hjá ’enni Guddu og hætti að vera — naut. Svo þakka eg fylgdina, frændi og fjölbreytt myndasafn. Eg kannast við gripina, kæri — og kalla mig bara Hrafn. Z.

x

Heiðarbúinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heiðarbúinn
https://timarit.is/publication/1874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.