Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 6

Heiðarbúinn - 26.07.1940, Blaðsíða 6
6 HEIÐARBUINN Nú kemur það markverðasta við reynslu mína. Þótt eg giftist alltof ung var hjónabandið hamingjusamt. Við fengum fyrirgefning foreldra minna, og pabbi karl ,svo kallaði eg hann, gaf mér allmikla fjárupphæð í heimanfylgju. Jack vann mikið og smám saman komumst við í efni. Þá fæddist okkur drengur, og var eg hamingjusamari en orð fá lýst. Já, það var eigi fyrr en löngu síð- ar, að ég fann, að mér hafði í raun- inni láðzt að lifa æskuna réttilega. En heimskuleg ósk mín og von að njóta æskunnar í hjónabandi varð mér að fótakefli. Árin runnu hjá. Páll litli fæddist og svo Beth og lagði hann blessun sína yfir heimilið. Nú vorum við orðin efnalega sjálfstæð. En þegar allt búskaparamstrið var úr sögunni hófust mínir raunveru- legu lífs-erfiðleikar. Nú var eg 33 ára. Eg hafði gnótt þjóna til þess að annast um heimil- isstörfin. En nú þegar eg hafði að nokkru leyti losað mig við skyldu- klafann, setti að mér leiða. Mér virtist lífið allt í einu vera gleði- snautt — tilgangslaust. Snögglega var eg gripin af þeirri hugkvæmd, að leika mér og njóta lífsins. Það var draumórakennd, vorleysing í sál minni. Eg tók að sækja leikhús en lét stúlkunum eftir að gæta barnanna. Eg borðaði iðulega miðdegisverði í London en þangað var stundarferð með lest. Eg klæddist eftir nýjustu tízku. Eg vildi vera elskuð — dáð — tilbeðin af öllum karlmönnum. Nú, 33 ára að aldri, fann eg æskuþrána ólga í æðum mínum, þráði nætur- æfintýri í ilmandi skógarlundum. — Eg skildi mig ekki, mér brast hugró og jafnlyndi. Og nú varð Lee Harris á vegi mínum. Lee var liðlega tvítugur, hafði lok- ið háskólanámi fyrir skömmu. Hann var agalega sætur með ljóst hár og ljós-blá augu. Hann heillaði mig um leið og eg sá hann. Eg hitti hann fyrst á heimili grannkonu minnar frú Barnes. Lee kenndi syni hennar stærðfræði. Svo vildi til, að við áttum samleið og gekk hann með mér. Það var seið- andi gaman að horfa á hann, hlusta á hann, brosa við honum. Hnan var svo ungur, að mér varð innan- brjósts líkt og skólatelpu er eg mas- aði við hann. Áður en við skildum, lofaði hann að heimsækja mig dag- inn eftir og lána mér bók, sem fjallaði um sjónleiki. Það var ekki eins og eg hefði ver- ið gift í 16 ár. Eg hegðaði mér líkt og unglings stúlka, sem hafði fengið heimsókn fyrsta unnusta síns. En hvað rödd hans var skær og lág! Og þetta seiðmagn í bláum augunum! Hann ætlaði að heimsækja mig á morgun! Nú fann eg ekki framar til leiða. Lee heimsótti mig oft. Við höfðum bæði áhuga á nútíma sjónlist. Hann vissi ósköpin öll um nýjustu leikina. Um þá ræddum við tímunum saman. Hann var mælskur og töfrandi ræðumaður. Eg hlustaði á hann í sællri leiðslu. Hefði einhver gefið í skyn, að eg væri orðin fráhverf Jack, hefði eg móðgast mjög. Án hans gat eg ekki

x

Heiðarbúinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heiðarbúinn
https://timarit.is/publication/1874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.