Heimili og skóli - 01.06.1942, Qupperneq 3

Heimili og skóli - 01.06.1942, Qupperneq 3
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 1. árgangur. Marz-Júni 1942. 2.—3. hefti. Dr. phil. Símon Jóh. Ágústsson: Unglingsárin Unglingsárin eru ef til vill mikil- vægustu tímamót í ævi mannsins. t*au eru í einu prófsteinn á uppeldi bernskunnar og á hæfileika og skap- gerð unglingsins sjálfs. Unglingsárin eru venjulega talin hefjast með kynþroskaskeiðinu, eða við 12—14 ára aldur. Kynþroskinn og breytt starfsemi lokuðu kirtlanna, sem honum eru samfara, hafa afar- djúp áhrif á sálarlífið. Þessi breyting er alltaf svo gagnger og oft svo snögg, að byltingu má telja. Unglingnum opnast nýr heimur og hann vaknar til nýs lífs. Þetta rót, sem kemst á sálar- Hf unglingsins, lægir svo smám sam- an, hann „sezt“ og verður stöðugri í rásinni. Fullorðinsárin taka þá við, og er talið að þau hef jist yfirleitt við 20—22 ára aldur. Unglingsárunum og hinum sér- stöku uppeldisvandamálum, sem þeim fylgja, hefir því miður verið gefinn alltof lítill gaumur hér á landi. Flest það, sem ritað hefir verið á ís- lenzku um sálarlíf bama og uppeld- ismál varðar börn, sem enn eru ekki komin á kynþroskaskeiðið. Verður hér í þessari grein vikið mjög stutt- lega að því helzta, sem einkennir sál- arlíf unglinga. Símon Jóh. Ágústsson. Við 12—13 ára aldur, eða áður en kynþroskaskeiðið hefst, er barnið í heilbrigðu jafnvægi, en er það fer að kynþroskast, kemst það í félaslegt og sálrænt jafnvægisleysi, sem lýsir

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.