Heimili og skóli - 01.06.1942, Qupperneq 4
18
HEIMILI OG SKÓLI
sér á ýmsan hátt. Kynvitund ungl-
ingsins verður miklu gleggri en áður,
ýmsar líkamlegar breytingar eiga
sér stað, sem hér er óþarfi að rekja.
Hann verður næmari fyrir áhrifum
og finnur oft til þyngsla og þreytu.
Sálarlíf hans verður auðugra og fjöl-
breyttara, hann sökkvir sér niður í
djúpa dagdrauma. Unglingnum
finnst öll reynsla sín, gleði og sorg,
vera einstæð, persónuleikavitundin
þroskast og sjálfsvitund hans er
mjög rík. Hann er ekki eins og hinir,
hann er borinn til einhvers sérstaks
hlutverks. Af þessu leiðir, að sjálf-
stæðisþrá hans er mjög sterk. Hann
afþakkar leiðsögn foreldra og vanda-
manna, hann vill sjálfur velja og
hafna, hann skuldar ekki neinum
neitt og á engum neitt að þakka. Á
vitræna sviðinu verða samsvarandi
breytingar og á tilfinningalífinu. Áð-
ur var barnið aðallega þiggjandi,
móttakandi, en unglingurinn er gef-
andi, skapandi- Sjálfsgagnrýni vex og
sjálfstæði í hugsun. Fram til þessa
hefir barnið verið spegilmynd af
skoðunum annara, einkum foreldr-
anna. En nú snýst blaðið við. Ungl-
ingurinn fer að meta gildi hugsana
sinna og þeirra skoðana, sem hann
hefir óafvitandi drukkið í sig. Hann
sökkvir sér niður í sjálfsrannsökun
og myndar sér sjálfstæðar skoðanirí
andstöðu við foreldra og uppalendur
sína, og heldur mjög fast við þær.
Þessi hugsunarháttur hefir mikil
áhrif á almenna hegðun unglingsins.
Hann þráir að losna undan oki fjöl-
skyldulífsins, hann segir skilið við
gamla félaga og velur sér aðra nýja.
Hann vill vera sjálfstæð persóna.
Hann gerir kröfur til meira frelsis: að
fara út með félögum sínum, koma
seinna heim á kveldin, eignast eitt-
hvað, sem hann getur ráðstafað að
vild sinni, hafa herbergi út af fyrir
sig o. s. frv. Jafnframt þyí, sem hann
losar sig úr hinum gömlu félagsbönd-
um, tengir hann önnur ný, og er þátt-
takandi í allskonar félagsskap. Hann
sýnir þessum félögum fórnfýsi og
trúnað og leggur á sig hvers konar
erfiði til að komast þar til álits. Er
skiljanlegt, að þrá unglingsins til
sjálfstæðis verður þess oft valdandi,
að hann kemst í andstöðu við for-
eldra sína og kennara. Þá ber mikið
á óljósri útþrá og framalöngun hjá
unglingnum. Hann langar eitthvað
langt í burt, hann vill reyna mátt sinn
og megin, óstuddur af foreldrum sín-
um. Hann vill verða mikill maður,
hann trúir því, að hann sé kallaður
til að gegna einstæðu og miklu hlut-
verki í lífinu og tekur sér í munn orð
Haralds Sigurðssonar:
Hver veit nema ég verði
víða frægur um síðir.
En þrátt fyrir framgirni sína er
unglingurinn, einkum pilturinn,
venjulega mjög dulur, feiminn og ó-
framfærinn. Unglingsárin eru tími
draumóra. Þótt hann sé starfsamur
og framtakssamur á þeim sviðum, er
hann sjálfur hefir valið, er hann um
fram allt skáld og heimspekingur.
Honum finnst hann oft vera hræði-
lega einmana. Honum finnst enginn
skilja sig. Hann þráir heitt einlæga
vináttu einhvers, sem hann getur sagt
hug sinn allan og trúað fyrir hugsun-