Heimili og skóli - 01.06.1942, Qupperneq 5
HEIMILI OG SKÓLI
19
um sínum og leyndarmálum. Við
þessa einmanaleikatilfinningu bland-
ast svo hið sérkennilega, angurblíða
œskuþunglyndi, sem stundum getur
þó nálgast örvæntingu og jafnvel
leitt til sjálfsmorðs. Oft leggur hann
ofurást á einhvem mann, venjulega
sér eldri mann, sem hann tilbiður í
leyni og tekur sér til fyrirmyndar.
Þannig myndast í leyni manngildis-
hugsjón hans. Fyrirmyndin er oftast
menn, sem hann umgengst ekki dag-
lega eða þekkir ekki mjög náið, t. d.
kennari hans, vinur fjölskyldunnar,
sem kemur stöku sinnum, einhver
þjóðfrægur maður, sem hann þekkir
ekki persónulega, eða jafnvel einhver
söguleg persóna. Vinátta milli jafn-
aldra unglinga, sem stofnað er til á
þessum ámm stendur sjaldan allt líf-
ið. Það er eins og sálgerðin hafi enn
ekki fengið nógu fast form til að geta
myndað gmndvöll undir ævilanga
vináttu. Æskuástir fymast oftast
nær, nema menn „finni æskuvini sína
aftur“ seinna í lífinu, þ. e. byggi ást-
ina eða vináttuna upp á nýjum
grundvelli.
Munurinn á sálarlífi pilta og
stúlkna kemur fyrst greinilega í ljós
á kynþroskaskeiðinu. Drengnum er
einkum í muna að sýna vald sitt.
Hann vill verða áhrifamikill og fræg-
ur maður. Hann elskar frelsið og gerir
því oft uppreisn gegn kennurum sín-
um og foreldrum. Hann dreymir um
ævintýri og mannraunir, þar sem
hann getur neytt allra hæfileika
sinna. Hann kann vel við sig í hávaða
og gauragangi, er þrætugjam, áfloga-
samur, eyðslusamur og gjafmildur. A
hinn bóginn er hann dulur og draum-
lyndur, ennþá dulari en telpan, sem
er tiltölulega opinskárri á þessum ár-
um. Það er yfirleitt léttara að skilja
sálarlíf unglingstelpunnar en ung-
lingspiltsins, því að hún kann ekki
eins vel að dylja hugsanir sínar og á-
form. Yfirleitt stendur umrót kyn-
þroskaskeiðsins miklu lengur yfir hjá
piltinum en stúlkunni. Hún verður
fyrr ráðsett, nær fyrr jafnvægi sínu,
og ró og festa fullorðinsáranna koma
fyrr yfir hana. Pilturinn er miklu
lengur óráðinn- Við emm venjulega
miklu lengur í vafa um, hvernig skap-
gerð hans ræðst. Ólga æskunnar sýð-
ur miklu lengur í blóði hans. Margir
karlmenn eru ekki farnir að „setjast“
fyrr en undir þrítugt.
Unglingurinn uppgötvar ekki að-
eins þýðingu sína fyrir heiminn yfir-
leitt, heldur verður honum og ljós
afstaða sín til hins kynsins. Kynhvöt-
in vaknar nú fyrir alvöm, og hugsun
unglingsins snýst nú að miklu leyti
um hitt kynið. Kynhvötin gerir ekki
fyrst vart við sig með líkamlegri
ástríðu, heldur með óljósri þrá, dag-
draumum og kynórum. Honum
finnst líkamleg mök helgibrot gagn-
vart ástinni, og hann hugsar oftast
ekki til þeirra. Hann elskar „í fjar-
lægð“, og oftast er hann of feiminn
og blygðunarsamur til að láta ást
sína í ljós. Unglingsástin er róman-
tísk og óholdleg. Unglingurinn lætur
sér nægja lítilsháttar „flirt“, en
sökkvir sér því dýpra niður í ásta-
drauma. Þessir ástadraumar eru eðli-
legir á þessu skeiði ævinnar, ungl-
ingnum virðist eðlislægt að elska á