Heimili og skóli - 01.06.1942, Qupperneq 7
HEIMILI OG SKÓLI
21
Hannes J. Magnússon:
Hvað er framnndan?
Eitt sinn hittust tvær nágranna-
konur á fömum vegi og varð sundur-
orða út af smámunum. Senna þeirra
jókst orð af orði, þar til þær kunnu
ekki lengur að stilla orðum sínum í
hóf, en þegar deila þeirra stóð sem
hæst kallaði einhver, að barn hefði
dottið í ána. A einu andartaki
gleymdu konurnar deiluefni sínu og
hlupu hlið við hlið niður til árinnar.
— Ef til vill er það barnið mitt! —
hugsuðu þær báðar. Sameiginleg
hætta dró þær saman þessar konur,
og allt annað gleymist þessa stund
en það, að ef til vill væri barnið
þeirra í hættu.
Við lifum á tímum stéttaskiptinga
og flokkadrátta. Það er eins og oss
gleymist það stundum, að yfir oss
öllum hvelfist hinn sami himinn, og
að öll stöndum vér á hinni sömu jörð.
En þrátt fyrir allt það, sem skilur oss
að og greinir okkur í stéttir og flokka,
er hitt þó miklu fleira og sterkara,
sem sameinar okkur öll, hvar í sveit
sem við stöndum, og eitt af því er
spurningin um framtíð barna vorra.
Það áhugamál allra foreldra er hafið
yfir stéttir og flokka, það er einn af
hinum ósýnilegu, vígðu þáttum
menningarinnar, sem engin skálm
illskunnar fær sundur skorið.
ef svo má segja. Þeir verða að stjórna
þannig, að unglingurinn finni sem
minnst til valda þeirra. Aldrei hefir
barnið jafn ríka þörf á því, að for-
eldrarnir sýni því samúð, ást og skiln-
ing sem á unglingsárunum. Foreldr-
arnir verða að eiga traust unglingsins,
hann verður að finna, að þeir vilji
skilja hann og hjálpa honum í vand-
ræðum hans. Foreldrarnir verða að
taka tillit til þarfa unglingsins, þeir
mega ekki líta á hann eins og smá-
barn, heldur sem verðandi persónu,
sem er undarlegt sambland úr bami
og fullorðnum manni, en þó hvorugt,
persónu, sem gerir fyrstu tilraun sína
til sjálfstæðrar lífsstjórnar. Foreldr-
arnir verða ávallt að fylgja vissum
meginreglum um uppeldi bama
sinna, en engri siðgæðisreglu má
beita án víðsýnis og umburðarlyndis.
Menn mega ekki ætla sér að steypa
unglinginn í sama mótinu og þeir
sjálfir voru. Þeir mega ekki aga og
ávíta í tíma og ótíma. Allt uppeldi
hefir það markmið, að gera hinn unga
mann að lokum hæfan til sjálfstæðr-
ar lífsstjórnar, án tilsjónar eða íhlut-
unar foreldra eða annara uppalenda.
Foreldrarnir verða því að skilja hlut-
verk sitt þannig, að þeir nálgist það
æ meir, eftir því sem unglingurinn
þroskast, að vera vingjarnlegir áhorf-
endur og leiðbeinendur, sem hafa
yndi af því, að sjá hvernig ungmenn-
ið verður æ færara um að ráða sjálft
fram úr vandamálum sínum.