Heimili og skóli - 01.06.1942, Qupperneq 8

Heimili og skóli - 01.06.1942, Qupperneq 8
22 HEIMILI OG SKÓLI Norska skáldkonan Sigrid Undset hefir sagt, að engin kona geti valið sér betra hlutverk en að vera góð móðir, og heldur ekkert verra hlut- skipti en að vera slæm móðir. Þetta er vafalaust satt, en það væri ósann- gjarnt og ómaklegt að kenna foreldr- unum um allt það, sem aflaga fer nú í uppeldi æskunnar, svo fjarri fer því, að þau séu ein um uppeldi barna sinna, því að aldrei hafa fleiri og geigvænlegri öfl boðið þar fram þjónustu sína en einmitt nú. Eg efast um, að foreldrar almennt hafi gjört sér grein fyrir þessu, hafi áttað sig á því, hversu viðsjárverð uppeldisskil- yrði þéttbýlið hefir að bjóða, og þá ekki sízt nú, þegar kaupstaðir okkar og kauptún eru flest í hers höndum. Þegar heimsstyrj öldinni 1914— 18 lauk, fór yfir heiminn einhver sú mesta upplausnaralda, sem sögur fara af. Upp af hinum blóðuga val styrj- aldarlandanna stigu tvær ófreskjur, sem lögðu undir sig heiminn á hin- um næstu áratugum: Annars vegar trúleysi og lítilsvirðing á andlegum verðmætum og helgum erfðavenjum, hin blindasta efnishyggja, en hins vegar tryllingsleg leit eftir fánýtum stundargæðum, og stundarnautnum, hversu gróf sem þau voru. Þetta var arfurinn, sem æska eftirstríðsáranna hlaut, og menningin í dag ber þessa nú glöggar mirijar, eins og gróður, sem orðið hefir fyrir vondu maíhreti. Enn er styrjöld, styrjöld um gjör- vallan heim, hin mesta og ægilegasta, sem veraldarsagan getur um. Arin 1914—18 vorum við þögulir, fjar- lægir áhorfendur, sem fengum frétt- ir við og við af þessum mikla hildar- leik, en nú er styrjöldin við bæjardyr vorar, hér dvelur fjölmennur, erlend- ur her og tvisvar og þrisvar á dag — 365 daga ársins — eru landsins börn- um fluttar fréttir af hinum ægileg- ustu stórglæpum og grimmdarverk- um, sem eiga sér nú stað hvarvetna um heim. Við fengum sannarlega að kenna á afleiðingum hinnar fyrri styrjaldar, ekki aðeins fjárhagslega, heldur miklu frekar menningarlega. Og hvað mun þá verða nú? Hvaða mót setur þessi styrjöld á börn vor, bæði nú og í framtíðinni? Ég ætla ekki að reyna að svara þeirri spumingu, en við, sem dveljum með börnum, svo hundruðum skiptir, mikinn hluta árs- ins, þykjumst vera orðin þess vör, að hernámið og styrjöldin eru þegar far- in að setja þar sín svörtu fingraför. Þar er nú oft eitthvað óhreint á sveimi meðal barnanna, það er hvísl-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.