Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 9

Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 9
HEIMILI OG SKÓLI 23 ast á um samskipti erlendra her- manna og íslenzkra kvenna, og ýmsa árekstra í sambandi við þau, óvenju- legur reykingafaraldur er að gjósa upp öðru hvoru meðal barnanna, sem eigi varð vart áður, það er heldur ekki hægt að loka augunum fyrir því, að hernaðarandinn er að seitla inn í hug barnanna, einkum drengja, ensk- um orðum og enskum setningum eru þau farin að fleygja á milli sín. Og þó er enn ótalið það, sem ef til vill er alvarlegast, og það er, að fjöldamörg íslenzk heimili eru „hemumin“ og heimilislífið í rústum. Skuggi hem- aðarófreskjunnar ER að myrkva líf íslenzkra barna. Fyrir nokkru féll niður útvarp frá útvarpsstöðinni í Reykjavík af ein- hverjum ástæðum. Lítill, fimm ára drengur var ekki í neinum vafa um orsökina: „Nú — stríðið hlýtur að vera búið“, sagði hann. I vitund hans var útvarpið aðeins til vegna stríðs- ins, Þótt þess verði ekki vart, að hann hlusti á fréttir útvarpsins. kemur þó alltaf í ljós, að þessi dreng- ur veit ótrúlega mikið af því, sem er að gerast úti í styrjaldarlöndunum. Bergmálið frá þessum tryllta leik er að seitla inn í sálir barna vorra, og má hamingjan vita, hvað þar gerist á næstu árum. Við sjáum öll hvað er að gerast, og þó aðeins óljóst, en um hitt erum við alls ófróð, hvað framtíðin muni bera í skauti sínu, hvert straumurinn muni liggja í uppeldismálum kom- andi tíma, en eitt er víst: Það verður erfitt og ábyrgðarmikið starf að ala upp börn í næstu framtíð. Það krefst vafalaust meiri fórna, bæði af foreldr- um og kennurum hér eftir en hingað til, það krefst meiri samvinnu en áð- ur, og síðast en ekki sízt: Það krefst ábyrgðartilíinningar. Ef hún bregzt, er hætt við að þau verði æði mörg börnin, sem detta í ána, og getur þá brugðizt til beggja vona um björgun- ina. Alþingi og ríkisstjórn gera nú margs konar ráðstafanir til að verjast fjárhagslegu hruni þegar styrjöldinni lýkur, og ný fjárhags- og viðskipta- kreppa skellur yfir þjakaðan heim. En hvað þá um hina andlegu og menningarlega óáran, sem við eigum jafnvísa? Þar verðum við, foreldrar og kennarar, að ráða okkar ráðum og verja okkar menningarvirki heimil- in og skólana, til hins ýtrasta. Eg vil ekki með þessum línum, skapa neina óþarfa svartsýni, trú- leysið, vonleysið og kjarkleysið eru dauðamein, en það eru nú skuggaleg- ar blikur á lofti og allra veðra von. Þess má enginn faðir og engin móðir ganga dulin, en allt getur þó farið vel ef allir vaka á verðinum og gjöra skyldu sína. Þýzka skáldiS Lessing var eitt sinn spurð- ur aS því, hvort hann myndi heldur kjósa ef guS almáttugur stœSi fyrir framan hann meS sanleikann í annarri hendinni, en sann- leiksþrána í hinni, og bySi honum aS velja annað' hvort. Lessing mælti: „Ég myndi svara í auðmýkt: — FaSir, gef mér sann- leiksþrána — sannleikurinn er fyrir þig einan.“

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.