Heimili og skóli - 01.06.1942, Qupperneq 12
26
HEIMILI OG SKÓLI
né innrætir því fórnarlund kærleik-
ans.
í skáldsögu einni eftir Aldous
Huxley er meistaraleg lýsing á trúar-
og siðgæðisáhrifum móður á barn
sitt. Höfundurinn er, sem kunnugt
er, einn gagnmenntaðasti og djúpsæ-
asti höfundur yngri kynslóðar Stóra-
Bretlands, svo að ætla má, að orð
hans séu ekki marklaus-
— Á grasflöt utan við hús sitt
situr móðirin og les upp úr nýja
testamentinu fyrir drenginn sinn.
Hún les páskafrásöguna.
Drengurinn hlustar hugfanginn.
Allt í einu verður sál hans gagntekin
af djúpri þrá eftir því að verða góður,
eftir því að gjöra það eitt, sem sé fag-
urt og göfugt. Og tárin koma fram í
augu hans. —
Það væri mikils um það vert ef
löngunin eftir því að lifa sönnu lífi
gæti vaknað í sál hvers barns þegar í
æsku, ef hið æðsta fordæmi næði að
kveikja í brjósti þess eld fagurra hug-
sjóna og stórra áforma. Þann eld
stendur engum nær að glæða í lífi
barnsins síns en móður og föður. En
því aðeins mun það takast, að hugir
þeirra sjálfra séu ekki hnepptir í
grimmúðuga fjötra vonlausrar og
heillavana lífsskoðunar, heldur skíni
þeim úr augum birta lífstrúar og lífs-
hamingju, og á heimili þeirra ríki
einnig sjálfsagi og heilbrigði í hátt-
um.
Glöggur kennari sér, þegar bam er
selt honum í hönd til náms, hvernig
umhorfs muni vera á heimili þess.
Hvert barn er örlítil kvísl úr hinni
miklu elfu þeirra ætta, sem það er
af komið, hneigðir þess, skapsmunir,
hæfileikar o. s. frv. eru samkvæmt
lögmálum erfða þaðan runnir. En
jafnframt er það lifandi mynd þess
anda og þess lífsviðhorfs, sem ríkj-
andi er á heimili þess. Það má lesa út
úr dagfari þess venjur foreldranna,
agasemi og áhrif öll, sem það hefir
orðið fyrir, bæði heima fyrir og í um-
hverfinu.
Séu áhrif þessi ekki öll holl verður
torvelt fyrir skóla að orka hér á til
verulegra úrbóta. Vinni heimilið á
einhvern hátt gegn uppeldisleiðsögn
kennara og skóla, þá er í hið mesta
óefni stefnt og ekki að undra þótt
skólagangan reynist þá tilgangslítil.
En vitanlega er takmarkið, sem
keppa ber að, ennþá nánara samstarf
þeirra þriggja meginaðila, sem ann-
ast uppeldi æskunnar að meira eða
minna leyti, þ. e. heimila, skóla og
kirkju. Þótt starfsaðferðir þessara
meginstöðva alls uppeldis í þjóðfé-
laginu séu ólíkar, á aðalstefnumiðið
að vera hið sama, það, að vinna að
alhliða þroska hvers einstaklings.
Sá einn mun fær til þeirrar leið-
sagnar, sem elskar lífið og á sér upp-
sprettu sannrar guðstrúar í sál. Að
baki öllu uppeldi þarf andi Krists að
vaka sem óslökkvandi kraftur, andi
fórnar og kærleika, andi trúar og
friðar.
Gjalddagi tímaritsins Heimili og skóli er
1. júlí.
Kennari áorkar meiru með því, hvað
hann er, heldur en því, hvað hann veit.
— Diesterweg.