Heimili og skóli - 01.06.1942, Qupperneq 13
HEIMILI OG SKÓLI
27
Snorri Sigfússon, skólastjóri:
H i n i r vígðu þæt t i r
(Niðurlag.)
Margt er ónumið mönnum í ung-
dæmi, því eru skólar settir að skerpa
næmi. Þessi gamli rímaði talsháttur
um skólana er merkilega raunsannur
um starfshætti þeirra, bæði fyrr og
síðar. Skólarnir voru frá öndverðu
stofnsettir til þess að skerpa næmi,
þ.e.a.s. til þess að miðla fróðleik, til
þess að skerpa skynsemina og safna
fróðleik. Því hlutverki sínu hafa skól-
arnir reynzt trúir. Þeir hafa á öllum
öldum auðgað mennina að þekkingu
og magnað orku mannanna til þess að
gera þeim jörðina undirgefna, og ná
valdi á öflum náttúrunnar. Þeir hafa
fyrst og fremst verið fræðslustofnan-
ir, sem miðað hafa aðalstörf sín við
þekkingarheiminn, til þess að ná
valdi á honum, en minna hirt um að
veita þekkingu á heiminum í oss sjálf-
um, þeim sálrænu og siðrænu öflum,
er með mönnum búa, og ná valdi á
þeim.
Og það er fyrir vald þessarar efn-
islegu þekkingar, að eldsprengjum
rignir nú úr fljúgandi loftskipum og
tundurskeytum úr kafbátum, svo að
eitthvað sé nefnt af þeim undursam-
legu uppfyndingum mannanna, sem
einna ötulast vinna nú að tortímingu
mannslífa og verðmæta í þessum
hjartavana heimi. Hið mikla vopn
hefir þannig snúist gegn okkur sjálf-
um, og fær enginn fyrir séð, hvernig
þau endalok verða.
Það er stórkostleg íhugunarefni,
hversu hörmulega málefnum vorum
er nú komið. Og þótt við vonum, að
upp rofi og aftur skíni sól, þá er þó
hið skelfilega hatur, hinn mikli
hjartakuldi og hin ógurlegu morðtól
alltaf tilbúin í annan ógnar dans,
nema gjörbreyting verði á hugarfari
mannanna.
Það er þess vegna ekkert undar-
legt þótt menn taki nú að íhuga ým-
islegt í sambandi við uppeldishætti
og uppeldismeðul, sem ríkjandi hafa
verið, og grunur hinna beztu manna
vakni um það, að hið allt of einhæfa
fræðslustarf skólanna hafi ekki verið
sem hollast, að allt of lítil áherzla hafi
verið lögð á sjálfa mannræktina, á
að rækta tilfinningalífið og göfga
hugarfarið. Því að það er hverju orði
sannara, sem skáldið segir, „að sjálft
hugvitið, þekkingin, hjaðnar sem
blekking sé hjartað ei með sem und-
ir slær“.
Þess vegna hefir það verið augljóst
nú hin allra síðustu ár, að hér á Norð-
urlöndum, a. m. k. í Danmörku og
Svíþjóð, og raunar á Bretlandi líka,
eru að verða nokkur straumhvörf í
skólunum, hjá því sem var fyrir svo
sem 20 árum, einkum að því er snert-
ir bamaskólana. Og breyting, sem í
loftinu liggur, er í því fólgin að sinna
meir vilja- og tilfinningalífi bam-
anna, veita þeim við og við helgar