Heimili og skóli - 01.06.1942, Side 14

Heimili og skóli - 01.06.1942, Side 14
HEIMILI OG SKÓLI ‘28 stundir, ilja þeim um hjartarætur við og við með fallegum sögum, efla ímyndunaraflið með því að reyna að láta þau setja sig í spor annarra og jafnframt auka og efla iðjusemina og samstarfið milli huga og handar o. s. frv. Þá er enn eitt veigamikið at- riði, sem bólað hefir á hin síðustu ár, en það eru tilraunir, sem stefna í þá átt, að hver maður eignist það æfi- starf, sem hæfileikar hans og hneigð- ir benda til að honum sé hollast. Er þá reynt með margs konar athugun- um að komast að sem réttastri niður- stöðu. Er það álit viturra manna, að menn njóti sín betur, verði betri menn, lífsglaðari og starfsfúsari með því að unnt sé að koma þeim á sem réttasta hillu í lífinu, samkvæmt hæfileikum þeirra og eðli, auk þess sem líklegt má þykja, að mannfélag- inu verði þá meiri og betri not þeirra en ella mundi. Okkar barnaskólar eru ungir að ár- um og hafa lítils megnað. Aðbúnaður þeirra velflestra hefir líka verið þannig, að ósanngjarnt væri að kref j- ast mikils. Þó er það trúa mín, að á þessum aldarþriðjungi, síðan lög um þá voru sett, hafi þeir unnið ísl. menn- ingu ómetanlegt gagn. Fræðslan hefir fyrst og fremst mótað starf þeirra, vegna þess að starfstíminn er svo stuttur. Þó hygg ég, að ísl. barnaskólar séu eigi síðri uppeldisstofnanir, þegar lit- ið er á allar aðstæður, en skólar ná- grannanna, og byggi ég þá skoðun mína á allmikilli reynslu og nokkurri athugun og kynningu erlendis. Aðalmarkmið bamaskólanna verð- ur vitanlega alltaf að vera fræðslan, fræðslan í mörgum greinum og myndum. Hin fábreytta og mjög svo takmarkaða fræðsla fyrri tíma dugir nú engum lengur. Svo mjög eru nú breyttir tímar. Margsamsett og fjöl- þætt athafna- og menningarlíf krefst margs konar fræðslu og tækni, sem skólar vorir verða að sinna. Þetta játa allir. En þó að svo sé, má engum gleymast, að við lifum ekki á einu saman brauði, að við verðum að sinna vilja og tilfinningalífi barnanna eigi síður en fræðsluþörf þeirra. Og það er og verður höfuð markmið uppeldisins að skapa mann með göfuga og sterka skapgerð í samstillingu hinna beztu afla líkama og sálar. Heimilunum eru skólarnir afar- mikils virði Þeir eru geysileg hjálp við uppeldisstarfið. Góður kennari er hverju fereldri sannur vinur, því að ekkert á að vera því helgara en vel- ferð barnsins. Vitanlega fáum við kennarar mis- jafna dóma, sem eðlilegt er. Það er oft erfitt að vera þjónn eins manns og gera honum til hæfis, hvað þá svo að segja allra, eins og kennarinn verður að vera, og það í erfiðum og við- kvæmum málum. Og vissulega eru kennarar líka harðla misjafnir að menntun, dugnaði og mannkostum, eins og aðrir menn. Og til þeirra eru líka oft gerðar ósanngjarnlega háar kröfur, miðað við þá aðbúð og örðug- leika, sem þeir eiga við að stríða. Og það verð ég að segja, að þó að góð menntun kennarans sé dýrmæt, þá eru þó mannkostir hans og dugur enn dýrmætari börnunum, ásamt góðu og

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.